Hjukrun.is-print-version

Nám í fjölskyldumeðferð í boði hjá Endurmenntun HÍ

RSSfréttir
9. júní 2022

Endurmenntun HÍ býður upp á hagnýtt nám í Fjölskyldumeðferð sem hefst í haust. Námið hefst 5. september 2022 og því lýkur með útskrift í júní 2024.

Markmið námsins er að koma til móts við þörfina fyrir sérhæfða þekkingu á sviði fjölskyldumeðferðar og að efla fjölskyldunálgun í félags- og heilbrigðisþjónustu.

Kennsla fer fram í þremur kennslulotum á misseri, frá mánudegi til föstudags
kl. 9:00 - 15:30. Að auki mæta nemendur í hóphandleiðslu allan námstímann og byggir námsmat á verkefnavinnu, prófum og virkni í handleiðsluhópum.

Námið er ætlað einstaklingum sem lokið hafa:
- Meistaraprófi í félagsráðgjöf eða BA-prófi og diplómu
- Klínísku sálfræðiprófi eða BA-prófi og diplómu
- Meistaraprófi í guðfræði með diplómu í sálgæslu eða handleiðslu
- Geðhjúkrunarfræði eða BS-prófi í hjúkrunarfræði og meðferðardiplómu
- Sérfræðinámi í geðlækningum
- Sérfræðinámi í heimilislækningum
- Meistaraprófi í iðjuþjálfun eða BS-prófi og diplómu
- Ljósmóðurfræðum til starfsréttinda
- Meistaraprófi í listmeðferðarfræðum
 

Námið hefst 5. september | Umsóknarfrestur er til 15. júní
 

Fagleg umsjón: Hrefna Ólafsdóttir, félagsráðgjafi MSc, MSW, sérfræðingur í fjölskyldumeðferð
Verkefnastjóri: Hulda Mjöll Hauksdóttir - hulda@hi.is

Nánar

 

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála