Hjukrun.is-print-version

Ragnheiður Ósk hlaut fálkaorðuna

RSSfréttir
17. júní 2022

Herra Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sæmdi fjórtán manns heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, 17. júní, eins og hefð er fyrir. Listann má lesa á vef skrifstofu forsetans.

Meðal þeirra sem hlutu fálkaorðuna var Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, hjúkrunarfræðingur, sem hlaut riddarakross fyrir störf í þágu heilbrigðisþjónustu og baráttu við Covid-19.

Ragnheiði Ósk þarf vart að kynna fyrir hjúkrunarfræðingum en hún var einn aðalfyrirlesara á ráðstefnunni Hjúkrun 2022 í vor og gengdi lykilhlutverki við bólusetningar gegn Covid-19. Síðustu áramót var hún valin maður ársins af fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Við það tilefni sagði hún: „Ég held ég verði að fá að tileinka þetta öllu því fjölmarga starfsfólki sem hefur komið með okkur í þetta verkefni. Það eru svo margir á bak við tjöldin sem eiga svo mikið skilið. Þetta er til þeirra.“

Smelltu hér til að lesa viðtal við Ragnheiði Ósk úr síðasta Tímariti hjúkrunarfræðinga.


Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála