2.
ágúst 2022
Hinsegin dagar hefjast í dag, þriðjudag, og standa fram á sunnudag. Setningin hefst á gatnamótum Bankastrætis og Ingólfsstrætis í Reykjavík klukkan 12.00 í dag og munu þar Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga og Eliza Reid forsetafrú, halda ávörp áður hafist verður handa við að mála Bankastræti í regnbogalitunum.
Ýmislegt er á dagskrá Hinsegin daga. Dagana 3. og 4. ágúst fer fram Regnbogaráðstefna Hinsegin daga. Á laugardaginn verður svo Gleðigangan og útihátíð í Hljómskálagarði.
Tímarit hjúkrunarfræðinga fjallaði um hinsegin heilbrigði í fyrra, þar var rætt við Sigurð Ými Sigurjónsson, ráðgefandi hjúkrunarfræðing hjá Samtökunum 78.