2.
ágúst 2022
Annað tölublað Tímarits hjúkrunarfræðinga 2022 er komið út og hefur verið dreift til félagsmanna.
Geð er þema blaðsins að þessu sinni. Í blaðinu er meðal annars rætt við Hrönn Stefánsdóttur og Ragnheiði Eiríksdóttur, hjúkrunarfræðingar í DAM-teymi göngudeildar lyndisraskana LSH Kleppi, teymið þjónustar fólk með langvarandi og djúpstæðan tilfinningalegan óstöðugleika. Þá er rætt við Ingibjörgu Jónsdóttur, prófessor í lífeðlisfræði í Gautaborg, um kulnun, og Birnu Óskarsdóttur, hjúkrunarfræðing og teymisstjóra í teymi sem er ætlað að þjónusta fólk með alvarlegan geð- og fíknivanda á vettvangi.