Hjukrun.is-print-version

Námskeið fyrir fagfólk um stjúptengsl

RSSfréttir
3. ágúst 2022

Stjúptengsl.is auglýsir námskeið haustannar fyrir fagfólk sem fjalla öll um stjúptengsl. 

Stjúptengsl, endurgerð fjölskyldusamskipta

Markmið námskeiðsins er að veita þátttakendum þekkingu á málefnum stjúpfjölskyldna, áskorunum þeirra og sérstöðu. Fjallað verðum um stjúpfjölskyldur í ljósi innlendra og erlendra rannsókna sem og sögunnar, tölfræðilegra upplýsinga og lagalegra þátta. Sérstök áhersla er lögð á að skoða hvernig málefni stjúpfjölskyldna snerta störf þátttakenda og áskornir fagmannsins. Jafnframt er fjallað um og æfð meðferðarvinna með stjúpfjölskyldum. Þá er athygli beint að stefnumótun og þjónustu við stjúpfjölskyldur.

Námskeiðsdagar: 

10. október frá kl. 13.00 til 17.00 
11. október frá 8.30 til 12.30
12. október frá 8.30 til 12.30 
 
10. nóvember kl. 8.30 til 15.20 
11.nóvember kl. 8.30 til 12.30 
 
Kennari: Valgerður Halldórsdóttir, félags- og fjölskylduráðgjafi, sáttamaður

Nánar

 

12. okt. 2022: Örnámskeið - Samvinna skóla við stjúpforeldra og foreldra með börn á tveimur heimilum

Hvernig snýr fagfólk sér þegar kemur að samstarfi við foreldra og stúpforeldra á einu eða tveimur heimilum? Er það lögheimilið sem látið er ráða eða persónulega skoðun starfsmannsins? Hverjum má veita upplýsingar? Er pláss fyrir stjúpforeldri á foreldrafundi? Á að bjóða upp á einn eða fleiri fundi vegna barns sem á foreldra á tveimur heimilum?

 

Vor 2023: Fagfólk – framhaldsnámskeið Fagmaðurinn í endurgerð fjölskyldusamskipta

Námskeiðið er ætlað þeim sem lokið hafa námskeiðinu „Stjúptengsl, endurgerð fjölskyldusamskipta“ fyrir fagfólk og vilja dýpka sig á sviðinu með handleiðslu og þjálfun í ráðgjöf við stjúpfjölskyldur. Nemendur þurfa að vinna með fjölskyldur í starfi sínu á meðan námskeiðinu stendur.

 

Hægt að óska eftir sérsniðnum námskeiðum og erindum. 

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála