Stjúptengsl.is auglýsir námskeið haustannar fyrir fagfólk sem fjalla öll um stjúptengsl.
Stjúptengsl, endurgerð fjölskyldusamskipta
Markmið námskeiðsins er að veita þátttakendum þekkingu á málefnum stjúpfjölskyldna, áskorunum þeirra og sérstöðu. Fjallað verðum um stjúpfjölskyldur í ljósi innlendra og erlendra rannsókna sem og sögunnar, tölfræðilegra upplýsinga og lagalegra þátta. Sérstök áhersla er lögð á að skoða hvernig málefni stjúpfjölskyldna snerta störf þátttakenda og áskornir fagmannsins. Jafnframt er fjallað um og æfð meðferðarvinna með stjúpfjölskyldum. Þá er athygli beint að stefnumótun og þjónustu við stjúpfjölskyldur.
Námskeiðsdagar:
12. okt. 2022: Örnámskeið - Samvinna skóla við stjúpforeldra og foreldra með börn á tveimur heimilum
Hvernig snýr fagfólk sér þegar kemur að samstarfi við foreldra og stúpforeldra á einu eða tveimur heimilum? Er það lögheimilið sem látið er ráða eða persónulega skoðun starfsmannsins? Hverjum má veita upplýsingar? Er pláss fyrir stjúpforeldri á foreldrafundi? Á að bjóða upp á einn eða fleiri fundi vegna barns sem á foreldra á tveimur heimilum?
Vor 2023: Fagfólk – framhaldsnámskeið Fagmaðurinn í endurgerð fjölskyldusamskipta
Námskeiðið er ætlað þeim sem lokið hafa námskeiðinu „Stjúptengsl, endurgerð fjölskyldusamskipta“ fyrir fagfólk og vilja dýpka sig á sviðinu með handleiðslu og þjálfun í ráðgjöf við stjúpfjölskyldur. Nemendur þurfa að vinna með fjölskyldur í starfi sínu á meðan námskeiðinu stendur.