Haukur Sigurðsson, sálfræðingur, stendur fyrir grunnnámskeiðum í ACT-sálfræðimeðferð í Reykjavík og Akureyri í haust.
Hann hefur haldið þrenn námskeið í ACT frá 2021 við góðar undirtektir. Námskeiðið getur nýst vel þeim hjúkrunarfræðingum sem eru að vinna við meðferð sálmeina. Acceptance and Commitment Therapy er ekki ein tiltekin klínísk tækni, heldur umfangsmikill meðferðarrammi. Að loknu námskeiðinu eiga nemendur að hafa góðan grunnskilning á þeim kenningum og þeim heimspekilegu forsendum sem ACT byggir á og grunnþjálfun í völdum lykilaðferðum meðferðarinnar.
Námskeiðið í Reykjavík verður haldið í húsakynnum Sálfræðistofunnar Höfðabakka frá 15. sept 2022 (4x vikulega á fimmtudögum 16:00-19:00 - samtals 4 skipti).
Námskeiðið á Akureyri verður haldið í húsakynnum Sálfræðiþjónustu Norðurlands, dagana 14. til 16. október.