Hjukrun.is-print-version

SSN fagnar 100 ára afmæli

RSSfréttir
8. september 2022

Samvinna hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum (SSN) fagnar nú 100 ára afmæli með ráðstefnu í Danmörku. Ísland hefur verið aðili að samtökunum frá 1923 og tekur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga virkan þátt í starfi SSN.

Hlutverk SSN er meðal annars að beina athygli sinni að þróun og eiga frumkvæði í málum sem hafa áhrif á hjúkrunarfræðinga og hjúkrun á Norðurlöndum.

Samvinnan á að leggja sitt af mörkum til áframhaldandi þróunar hinnar almennu heilbrigðisþjónustu og hjúkrunar á Norðurlöndum.

Guðbjörg Pálsdóttir, formaður, Halla Eiríksdóttir, varaformaður, og Edda Dröfn Daníelsdóttir, sviðsstjóri fagssviðs, voru fulltrúar Fíh á ráðstefnunni auk annarra íslenskra gesta.

Lill Sverresdatter Larsen, forseti SSN.

Lill Sverresdatter Larsen var kjörin nýr forseti SSN á ráðstefnunni. Þau Pamela Cipriano, forseti Alþjóðaráðs hjúkrunarfræðinga (ICN), Margrieta Langins hjúkrunar- og ljósmæðraráðgjafi WHO, og Howard Catton, framkvæmdastjóri ICN, eru sérstakir gestir. 

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála