Rannsóknarstofa HÍ og LSH í öldrunarfræðum (RHLÖ) er með eftirtalda fræðslufundi á haustmisseri 2022.
Fundirnir eru haldnir í kennslusal á 7. hæð á Landakoti kl. 15:00-15:30 og eru auk þess í streymi.
15. september Klínísk notkun RAI-post acute care mælitækis
Konstantín Shcherbak sérfræðilæknir og Helga Atladóttir, hjúkrunarfræðingur deildarstjóri L2, Landspítala.
6. október Fjöllyfjameðferð eldri skurðsjúklinga – áskoranir og tækifæri
Freyja Jónsdóttir lyfjafræðingur og doktorsnemi og Aðalsteinn Guðmundsson, yfirlæknir á Landspítala.
10. nóvember GLASS-BONES og aðrar byltuvarnaaðgerðir
Dr. Berþóra Baldursdóttir, verkefnastjóri byltuvarna á Landspítala, og Konstantín Shcherbak, sérfræðilæknir á Landspítala.
1. desember Heilsa, vellíðan og þarfir aðstandenda sem annast um eldri einstaklinga sem þiggja heimahjúkrun
Sirrý Sif Sigurlaugardóttir, félagsráðgjafi MA og doktorsnemi.