21.
október 2022
Brautskráning úr Hjúkrunarfræði fyrir fólk með annað háskólapróf (HFFH) fór fram í Háskóla Íslands föstudaginn 21. október 2022. Þetta er fyrsti hópurinn sem útskrifast úr þessu námi. Námsleiðin er að erlendri fyrirmynd en víða erlendis er meirihluti útskrifaðra hjúkrunarfræðinga að fara í gengum slíka námsleið.
Fjórtán útskrifuðust í dag, hópurinn hóf nám árið 2020 og hefur klárað 240 einingar á tveimur árum.
Hér má lesa grein Herdísar Sveinsdóttur og Ástu Thoroddsen um námsleiðina