Kæru hjúkrunarfræðingar.
Það er að verða liðin hálf öld frá því að nærri allar konur á Íslandi gengu út af vinnustöðum og heimilum til að mótmæla misrétti á öllum sviðum samfélagsins. Það hefur margt áunnist síðan þá en einhverra hluta vegna búum við enn við kerfi þar sem hjúkrunarfræðingar eru settir skör lægra í launastigann en aðrar stéttir sérfræðinga.
Þetta kerfi veldur því að við sem stétt erum enn að langmestu leyti samansett af konum og mætum enn viðmótinu að störf okkar séu ekki jafn verðmæt. Allir sjá í hvaða ógöngur þetta hefur leitt okkur. Þetta snýst einfaldlega um sanngirni.
Það eru teikn á lofti að þetta muni breytast. Forsætisráðherra segir í dag, í tilefni dagsins, að unnið sé að tillögum til að útrýma kerfisbundnu vanmati á á hefðbundnum kvennastörfum. Í niðurstöðum skýrslu starfshóps ráðherra sem kom út í fyrra sagði skýrt að þetta væri í höndum aðila vinnumarkaðarins. Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn að innistæða sé fyrir orðum stjórnmálamannanna og mun kalla eftir eftir útrýmingu vanmatsins við samningaborðið.
Við stöndum ekki ein. Ég er sannfærð um að þarna mun íslenska þjóðin vera sammála okkur árið 2022. Aðferðafræðin til að laga þetta er ekki gripin úr lausu lofti, innleiða þarf virðismat þvert á stéttir til að kjörin verði loksins í samræmi við álag og ábyrgð. Saman mun okkur takast þetta. Gleðilegan kvennafrídag!