Hjúkrunarþing Fíh 2022 var haldið á Grand Hótel Reykjavík þriðjudaginn 25. október 2022. Rúmlega sjötíu hjúkrunarfræðingar af öllu landinu tóku þátt í alls sjö vinnuhópum yfir daginn. Unnið var að aðgerðaráætlun til næstu þriggja ára sem byggir á stefnu Fíh í hjúkrunar- og heilbrigðismálum. Guðríður Sigurðardóttir, ráðgjafi og eigandi Attentus, var Fíh innan handar á ráðstefnunni og verður áfram við úrvinnsluna.
Ótal fróðleg atriði komu fram í kynningum hópanna og var samhljómur mikill þegar kemur að helstu áherslumálum. Má þar helst nefna mönnunarviðmið, eflingu sérfræðinga í hjúkrun og endurreisn stöðu yfirhjúkrunarfræðings í stjórnsýslu.
Úrvinnsla gagnanna er nú þegar komin af stað og verður aðgerðaráætlunin kynnt á næstunni.
Hér má sjá nokkrar myndir frá Hjúkrunarþingi Fíh 2022: