Þriðja tölublað Tímarits hjúkrunarfræðinga 2022 er komið út og hefur verið dreift til félagsmanna.
Í blaðinu er meðal annars rætt við Ingibjörgu Hrefnu Björnsdóttur sem flutti til Grænlands og segir frá sinni reynslu sem hjúkrunarfræðingur í einangruðum smábæ. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, ræðir um hvernig haldið er um stjórnartauma stærsta vinnustaðar hjúkrunarfræðinga á Íslandi. Alma Rún Vignisdóttir er í viðtali en hún stundar bæði stang- og skotveiðar.
Umhverfismálin eru okkur öllum ofarlega í huga og ræðir Hulda Steingrímsdóttir, umhverfisstjóri Landspítala, um hvernig má minnka sóun í heilbrigðiskerfinu.
Þetta og margt fleira er í nýjasta tölublaði Tímarits hjúkrunarfræðinga.
Smelltu hér til að lesa flettiútgáfu
Smelltu hér til að lesa PDF