Hjukrun.is-print-version

Upptaka af námskeiðinu Hvatning og starfsánægja

RSSfréttir
9. nóvember 2022

Upptaka af námskeiðinu Hvatning og starfsánægja er nú aðgengileg öllum félagsmönnum inni á Mínar síður, undir flipanum Rafræn fræðsla. Upptakan er aðgengileg í tvo mánuði frá námskeiðinu, eða til 8. janúar næstkomandi.

Mínar síður

Starfsánægja er eitt af því sem mestu máli skiptir á vinnustöðum. Hún smitar út frá sér og skapar góðan starfsanda. Nokkur atriði hafa mikil áhrif á starfsánægju einstaklinga. Sem dæmi þá virðist skipta miklu máli vita hvað maður á að gera. Annað er að einstaklingar viti hvernig þeir standa sig.

Félagslegi þátturinn er einnig mikilvægur því að einstaklingur sem upplifir sig ekki sem hluta af heildinni er ólíklegur til að upplifa mikla starfsánægju.

Í fyrirlestrinum er fjallað um nokkrar helstu kenningar og aðferðir við hvatningu og hvernig hún tengist starfsánægju, vali á starfi, starfsþróun og frammistöðu.

Hvatning kemur fram í viðhorfum, hugsun og hegðun og þeir sem eru ánægðir í því sem þeir eru að gera eru líklegri til að leggja sig fram og sýna áhuga og ákveðni í að ná árangri. Skort á hvatningu má sjá í áhuga- og sinnuleysi um starfið, óstundvísi og fjarvistum og ýmsum vandamálum sem tengjast ágreiningi og gremju, lítilli og lélegri samvinnu við lausn vandamála og andstöðu við breytingar og slæma aðlögun að þeim. M.a. verður farið yfir hvað fræðimenn hafa verið að segja um starfsánægjuna og hvernig best er að hlúa að henni. Einnig er fjallað um endurgjöf (feedback) en hana má sjá sem aðferð til að skýra og bæta samskipti milli fólks.

Námskeiðið hentar öllum sem áhuga hafa á að fræðast og læra um aðferðir til að auka hvatningu og starfsánægju.

Meðal þess sem er tekið fyrir á námskeiðinu:

• Starfsánægja.

• Hvað hvetur og hvað letur?

• Innri áhugahvöt.

• Umboð til athafna.

Rafræn fræðsla

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála