Hjukrun.is-print-version

Samstaða með hjúkrunarfræðingum í Bretlandi

RSSfréttir
Alamy
10. nóvember 2022

Samtök breskra hjúkrunarfræðinga, Royal College of Nursing, hafa boðað verkfallsaðgerðir víða um Bretlandseyjar næstu mánuði. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, hefur sent eftirfarandi bréf til samtakanna fyrir hönd Fíh:

Kæru starfsfélagar okkar í Bretlandi.

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) stendur með ykkur. Við sýnum ykkur fulla samstöðu í þeirri erfiðu baráttu sem framundan er. Ykkar barátta er okkar barátta.

Það er alþjóðlegt vandamál að hjúkrunarfræðingar fá ekki laun í samræmi við álag og ábyrgð. Betri kjör og viðunandi starfsaðstæður í heilbrigðiskerfinu eru nauðsynlegar fyrir hjúkrunarfræðinga og gæði heilbrigðisþjónustunnar.

Fíh hvetur bresk stjórnvöld til að semja við RCN án tafar.

Bréf Fíh

 

 

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála