22.
desember2022
Ólafur G. Skúlason, hjúkrunarfræðingur, hefur verið valinn sem framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala frá áramótum. Ólafur tekur við af Sigríði Gunnarsdóttur sem er nú forstöðumaður hjá Krabbameinsfélaginu. Fíh hlakkar til áframhaldandi samstarfs við Ólaf.
Skipun nýrrar framkvæmdastjórnar Landspítala tekur gildi 1. janúar 2023.
Guðný Valgeirsdóttir, hjúkrunarfræðingur, verður framkvæmdastjóri öldrunar- og endurhæfingarþjónustu.
Vigdís Hallgrímsdóttir, hjúkrunarfræðingur, verður framkvæmdastjóri hjarta- og æðaþjónustu og krabbameinsþjónustu.
Þau eru öll vel að starfinu komin og óskar Fíh þeim innilega til hamingju.