Heilbrigðisráðuneytið óskar eftir hjúkrunarfræðingum sem hafa tök á því að skrá sig á aukavaktalista Landspítala, er þessi beiðni tilkomin vegna mikils fjölda sjúklinga sem sótt hefur bráðaþjónustu á Landspítala um hátíðarnar. Fjallað var um málið í kvöldfréttum RÚV 27. desember.
Til að bregðast við álaginu og auðvelda flæði sjúklinga hefur Landspítali opnað 12 pláss á 13EG. Forsenda þess að hægt sé að hafa opna plássin er mönnun hjúkrunarfræðinga og óskað eftir því að hjúkrunarfræðingar sem tök hafa á skrái sig á aukavaktalista með því að senda tölvupóst á mannauðsteymi@landspitali.is með upplýsingum um nafn, símanúmer og núverandi starfsstöð. Fulltrúar mönnunarteymis muni hafa samband í kjölfarið varðandi frekari skráningu.