Hjukrun.is-print-version

Góður fundur við kertaljós á Hótel Keflavík

RSSfréttir
18. janúar 2023

Góðar og gagnlegar umræður voru á fundi Félags íslenskra hjúkrunarfæðinga með hjúkrunarfræðingum á Hótel Keflavík mánudaginn 16. janúar. Fundurinn var sá fyrsti í fundarferðinni Ræðum komandi kjarasamninga þar sem farið verður um landið til að ræða og heyra sjónarmið hjúkrunarfræðinga um væntanlega kjarasamninga við hið opinbera en gerðardómur við ríkið rennur út í lok mars.

Um 50 hjúkrunarfræðingar mættu á Hótel Keflavík, rafmagnsleysi á öllum Suðurnesjum setti svip sinn á fundinn sem lýstur var með kertaljósum.

Næsti fundur verður haldinn á Akranesi, í fundarsal Höfða, mánudaginn 23. janúar kl. 16.

Dagskrá funda

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála