29.
janúar 2023
Fyrirhuguðum fundi með hjúkrunarfræðingum á Selfossi mánudaginn 30. janúar hefur verið frestað vegna veðurs. Appelsínugul veðurviðvörun verður í gildi á Suðurlandi mánudaginn 30. janúar.
Fundurinn er hluti af fundarferð formanns ásamt fulltrúum kjara- og réttindasviðs Fíh til að ræða við hjúkrunarfræðinga um um væntanlega kjarasamninga við hið opinbera en gerðardómur við ríkið rennur út í lok mars.
Ný tímasetning fundarins á Selfossi verður auglýst um leið og hún liggur fyrir.