Hjukrun.is-print-version

Góðir fundir í Vestmannaeyjum og á Höfn

RSSfréttir
1. febrúar 2023

Góðar og gagnlegar umræður voru á fundum Félags íslenskra hjúkrunarfæðinga með hjúkrunarfræðingum í Vestmannaeyjum þriðjudaginn 31. janúar og á Höfn miðvikudaginn 1. febrúar. Því miður þurfti að fresta fundi á Selfossi vegna veðurs, önnur dagsetning verður auglýst fljótlega.

Fundirnir eru hluti af fundarferðinni Ræðum komandi kjarasamninga þar sem farið verður um landið til að ræða og heyra sjónarmið hjúkrunarfræðinga um væntanlega kjarasamninga við hið opinbera en gerðardómur við ríkið rennur út í lok mars.

Fundirnir eru ekki bundnir við stofnanir heldur svæði. Næstu fundir verða á Neskaupsstað og Egilsstöðum mánudaginn 6. febrúar. Þar á eftir verða tveir fundir í Reykjavík dagana 7. og 9. febrúar.

Dagskrá funda

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála