Gagnlegar og hreinskiptnar umræður voru á fundum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga með hjúkrunarfræðingum í Neskaupsstað og á Egilsstöðum mánudaginn 6. febrúar. Rúmlega 30 hjúkrunarfræðingar mættu á fundina til að ræða um komandi kjarasamninga.
Fundirnir eru hluti af fundarferðinni Ræðum komandi kjarasamninga þar sem farið verður um landið til að ræða og heyra sjónarmið hjúkrunarfræðinga um væntanlega kjarasamninga við hið opinbera en gerðardómur við ríkið rennur út í lok mars.
Þriðjudaginn 7. febrúar og fimmtudaginn 9. febrúar verður fundað með hjúkrunarfræðingum á höfuðborgarsvæðinu á Grand Hótel Reykjavík, Gullteig, báðir fundirnir verða á milli kl. 16 og 17.
Fresta þurfti fundi á Selfossi vegna veðurs, ný dagsetning er miðvikudagurinn 15. febrúar á Hótel Selfossi milli kl. 16 og 17.