Hjukrun.is-print-version

Innilegar samúðarkveðjur til Tyrklands

RSSfréttir
14. febrúar 2023

Evrópusamtök hjúkrunarfélaga, EFN, hafa sent bréf til Félags tyrkneskra hjúkrunarfræðinga þar sem vottuð er samúð vegna jarðskjálftanna í Tyrklandi og Sýrlandi. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga á aðild að EFN. Bréfið er til Çiğdem Özdemir, formanns Félags tyrkneskra hjúkrunarfræðinga, frá Elizabeth Adams, forseta EFN, og Paul De Raeve, aðalritara.

Rúmlega 36 þúsund manns fórust í jarðskjálftunum 8. febrúar síðastliðinn, hátt í 32 þúsund manns í Tyrklandi og meira en 5 þúsund í Sýrlandi. Jarðskjálftarnir eru einir af mannskæðustu náttúruhamförum 21. aldar samkvæmt fréttum.

„Fyrir hönd Evrópusamtaka hjúkrunarfélaga og 36 landsfélaga hjúkrunarfræðinga þá sendum við íbúum í Tyrklandi innilegar samúðarkveðjur vegna afleiðinga jarðskjálftanna hræðilegu,“ segir í bréfi EFN.

Í bréfinu er ítrekað að EFN muni styðja við tyrkneska hjúkrunarfræðinga og aðra viðbragðsaðila á þessum erfiðu tímum.

„Með þunga í hjarta fylgjumst við með ólýsanlegum afleiðingum skjálftanna sem hafa áhrif á almenna borgara Tyrklands og þá hjúkrunarfræðinga sem sinna nú sínu hlutverki af fagmennsku við þessar krefjandi aðstæður í ljósi gífurlegrar eyðileggingar og mannfalls,“ segir í bréfinu. „Hjúkrunarfræðingar á svæðinu veita framúrskarandi þjónustu þrátt fyrir fordæmalaust álag og takmörkuð bjargráð, og er hugur þeirra hjá þeim varnarlausu og særðu íbúum Tyrklands á einum myrkasta atburði okkar tíma.“

Bréfið í heild sinni

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála