Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga verður haldinn föstudaginn 12. maí í Norðurljósasal Hörpu. Fundurinn hefst kl. 13:00.
Allar tillögur til lagabreytinga og önnur mál sem félagsfólk óskar eftir að tekin verða fyrir á aðalfundi, þurfa að berast stjórn félagsins fyrir miðnætti föstudaginn 14. apríl og sendist á netfangið formadur@hjukrun.is.
Allt félagsfólk hafa rétt til setu á aðalfundi. Atkvæðisrétt hefur félagsfólk með fulla aðild, fagaðild og lífeyrisaðild sem skrá sig til þátttöku á fundinn fyrir föstudaginn 5. maí. Aðrir hafa þar ekki atkvæðisrétt.
Opnað verður fyrir skráningu þegar nær dregur fundinum. Boðið verður upp á streymi af aðalfundinum og rafrænar kosningar líkt og í fyrra fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.