Hjukrun.is-print-version

Rapportið - Andrea Ýr Jónsdóttir

RSSfréttir
16. febrúar 2023

Gestur Rapportsins að þessu sinni er Andrea Ýr Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri Heilsulausna. Andrea Ýr starfaði á bráðamóttökunni í Fossvogi og síðar á Akranesi áður en hún fór alfarið að sinna fyrirtækinu.

 

„Þetta er svo ótrúlega góð menntun. Ef maður spáir í því þá getur hjúkrunarfræðinámið opnað svo rosalega mikið fyrir manni. Maður getur unnið við svo rosalega margt. Það þarf ekki að vera alltaf inni á spítala eða einhverju svoleiðis, þetta getur verið alls konar. Ég er einmitt búin að vera að kynnast því síðustu árin, mér finnst rosalega skemmtilegt að sjá hvað það er mikið í boði,“ segir hún.

Andrea Ýr segir það hafa verið töluverð viðbrigði frá því að starfa á spítala.

„Að vera með sett verkefni á ákveðnum tíma yfir í að þurfa sjálf að fara að skipuleggja hvenær vinna á verkefnin og hvernig. Þetta var mikið stökk en ofboðslega skemmtilegt og mjög lærdómsríkt. Ég sé alls ekki eftir þessu, mér finnst þetta ótrúlega skemmtilegt.“

Hlusta á Spotify

 

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála