Hjukrun.is-print-version

Ert þú í félaginu?

RSSfréttir
22. febrúar 2023

Með fullri aðild að félaginu getur félagsfólk kosið um kjarasamning, kosið í embætti á aðalfundi félagsins og sótt um í B-hluta vísindasjóðs. Hjúkrunarfræðingar fá ekki sjálfkrafa fulla aðild að félaginu, í dag eru rúmlega 250 hjúkrunarfræðingar ekki með fulla aðild. Til þess að fá fulla aðild þarf að sækja um aðild hér:

 

Umsókn

 

Full aðild að Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga býðst hjúkrunarfræðingum sem greiða félagsgjöld samkvæmt ákvörðun aðalfundar af launum sínum og atvinnuveitandi greiðir tilskilin gjöld í sjóði félagsins fyrir þeirra hönd. Til að öðlast fulla aðild þarf að skila inn umsókn ásamt staðfestingu á hjúkrunarleyfi.

Réttar upplýsingar um félagsfólk eru forsenda þess að hægt sé að ganga hratt og örugglega frá beiðnum. Við skráningu í félagið er fyllt út í bankaupplýsingar sem gerir félaginu kleift að ganga frá greiðslum. Hægt er að sjá inni á Mínum síðum, undir flipanum Persónuupplýsingar, hvort þú sért með fulla aðild:

Mínar síður


Það þarf ekki að skrá sig formlega í félagið til að fá greiðslur úr A-hluta vísindasjóðs en til þess að fá greiðslur úr sjóðnum og öðrum sjóðum þurfa að liggja fyrir réttar persónu- og bankaupplýsingar. Hjúkrunarfræðingar eru hvattir til að fara inn á Mínar síður og tryggja að allar upplýsingar séu réttar. 

Við hvetjum allt félagsfólk til að skrá sig inn á Mínar síður og passa upp á rétt netfang sé skráð til að hægt sé að koma á framfæri mikilvægum upplýsingum þegar svo ber undir auk þess að passa upp á að bankaupplýsingar séu réttar.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála