1.
mars 2023
Þriðjudaginn 28. febrúar 2023 voru greiddir út styrkir úr vísindasjóði Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Heildarfjárhæð styrkja úr A-hluta vísindasjóðs í ár nam 168 milljónum kr. og var styrkur greiddur til 3.522 hjúkrunarfræðinga. Meðalstyrkur ársins nemur 48 þúsund kr. en hann var 46 þúsund kr. í fyrra.
Í einhverjum tilvikum gekk ekki að greiða styrk ársins og er það ýmist vegna þess að bankaupplýsingar vantar eða að þær eru ranglega skráðar. Ekki er of seint að uppfæra bankaupplýsingarnar til að fá styrkinn í ár, verður hann greiddur út í framhaldi þess.
Við hvetjum hjúkrunarfræðinga því til að fara inn á Mínar síður og athuga hvort að bankareikningsupplýsingar séu rétt skráðar, en þær má skoða og lagfæra undir liðnum Persónuupplýsingar.