Norðurlöndin glíma við sameiginlegan vanda, í nyrstu byggðum er mikill skortur á hjúkrunarfræðingum sem hefur áhrif á búsetumynstur og tækifæri til að stofna fyrirtæki í dreifbýli. Þetta kom fram í máli Lill Sverresdatter Larsen, formanns Félags norskra hjúkrunarfræðinga á fundi SSN, Samvinna hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum, sem fram fór í Tromsö í Noregi í síðustu viku.
Saman komu allir formenn félaga hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndunum. Ásamt Lill voru Grete Christensen, formaður Félags danskra hjúkrunarfræðinga, Sineva Ribeiro, formaður Félags sænskra hjúkrunarfræðinga, Óluva Í Gong, formaður Félags færeyskra hjúkrunarfræðinga, Anne Pauna, formaður Félags finnskra hjúkrunarfræðinga og Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Formennirnir ræddu um sameiginlegar áskoranir í hjúkrun og heilbrigðiskerfa landanna á norðurslóðum. Meðal þess sem bar á góma var fjarheilbrigðisþjónusta og fjarkennsla. Mörg dæmi eru um að hægt sé að veita öfluga fjarheilbrigðisþjónustu á norðurslóðum.
Einnig var rætt um varnarmál, Bent Salberg. ofursti í norska hernum, sagði að Noregur væri ekki í stöðu til að verja sig fyrir hvaða átökum sem er. Ekki er hægt að verja land nema allir innviðir, þá sérstaklega heilbrigðisþjónusta, sé til staðar.