Hjukrun.is-print-version

Margar sameiginlegar áskoranir á Norðurlöndum

RSSfréttir
7. mars 2023

Norðurlöndin glíma við sameiginlegan vanda, í nyrstu byggðum er mikill skortur á hjúkrunarfræðingum sem hefur áhrif á búsetumynstur og tækifæri til að stofna fyrirtæki í dreifbýli. Þetta kom fram í máli Lill Sverresdatter Larsen, formanns Félags norskra hjúkrunarfræðinga á fundi SSN, Samvinna hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum, sem fram fór í Tromsö í Noregi í síðustu viku.

Saman komu allir formenn félaga hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndunum. Ásamt Lill voru Grete Christensen, formaður Félags danskra hjúkrunarfræðinga, Sineva Ribeiro, formaður Félags sænskra hjúkrunarfræðinga, Óluva Í Gong, formaður Félags færeyskra hjúkrunarfræðinga, Anne Pauna, formaður Félags finnskra hjúkrunarfræðinga og Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Formennirnir ræddu um sameiginlegar áskoranir í hjúkrun og heilbrigðiskerfa landanna á norðurslóðum. Meðal þess sem bar á góma var fjarheilbrigðisþjónusta og fjarkennsla. Mörg dæmi eru um að hægt sé að veita öfluga fjarheilbrigðisþjónustu á norðurslóðum.

Einnig var rætt um varnarmál, Bent Salberg. ofursti í norska hernum, sagði að Noregur væri ekki í stöðu til að verja sig fyrir hvaða átökum sem er. Ekki er hægt að verja land nema allir innviðir, þá sérstaklega heilbrigðisþjónusta, sé til staðar.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála