Hjukrun.is-print-version

Orlofsvefur opnar fyrir allar bókanir 1. apríl

RSSfréttir
8. mars 2023

Þann 1.apríl verður almenn opnun fyrir bókanir orlofshúsnæðis sumarið 2023. Forgangsopnun orlofsvefs hófst mánudaginn 20. mars. Alls eru í boði tuttugu orlofshúsnæði í forgangsopnuninni, sautján á Íslandi, tvö á Spáni og eitt í Danmörku. Þar af eru fimm orlofshús sem bjóða upp á að vera með gæludýr. Alls eru í boði hátt í 300 vikur í útleigu frá maí til septemberloka. Opnun fyrir bókanir á orlofstímabilinu er háð punktainneign sjóðfélaga og hvort sjóðfélagi hafi leigt orlofshúsnæði síðustu tvö sumur. 

Líkt og síðustu ár verður opnað á eftirfarandi dögum.

  • Frá mánudeginum 20. mars kl.10:00- 112 punkta og fleiri og hafa ekki leigt síðustu tvö sumur, geta bókað og greitt
  • Frá þriðjudeginum 21. mars kl.10:00 -  82 punkta og fleiri og hafa ekki leigt síðustu tvö sumur, geta bókað og greitt
  • Frá miðvikudeginum 22. mars kl.10:00 -  15 punkta og fleiri og hafa ekki leigt síðustu tvö sumur, geta bókað og greitt
  • Frá laugardeginum 1. apríl kl.10:00 -  Allir geta bókað og greitt

Orlofsvefur

Íbúðir í þéttbýli, svokallaðar flökkuíbúðir, eru utan við þessa opnun því þær fylgja áfram opnun 1.hvers mánaðar og 15.hvers mánaðar fyrir þá félagsmenn sem eiga lögheimili utan þess sveitarfélags sem við á. Íbúðirnar eru, Furulundur á Akureyri, Sóltún 9, Klapparstígur 1 og 3 í Reykjavík.

Í ár hefur orlofsnefnd tekið á leigu tvær íbúðir á Spáni og eina í Danmörku með von um að þessi nýung falli vel í kramið hjá sjóðfélögum. Íbúðirnar erlendis eru leigðar út viku í senn.

Orlofsnefnd vill koma til móts við félagsmenn sem óskað hafa eftir fleiri orlofshúsum þar sem gæludýr eru leyfð, það er með þeim fyrirvara að sjóðfélagar með gæludýr í húsnæðinu sé skylt að kaupa þrif á húsnæðinu að dvöl lokinni. Húsnæði sem nú leyfir gæludýr eru öll húsin á Lokastíg í Grímsnesi, Bjallavegur 11 á Suðurlandi og Brekkuskógur í Húsafelli.

 

 Orlofshúsnæði  Skiptidagar  Fermetrar  Herbergi  Hjólastólaaðgengi  Heitur pottur Svefnpláss  Gæludýr Fjöldi vikna í boði 
 Vesturland/Vestfirðir                
Stykkishólmur  Föstudagar  66  3  Nei  Nei  5  Nei  12
Húsafell - Brekkuskógur  Fimmtudagar  79  3  Já  Já 8  Já  12
Flókalundur nr. 9  Föstudagar  42 2  Já  Nei 5  Nei  12
Ketilseyri í Dýrafirði  Föstudagar  158  4  Nei  Nei 8  Nei  12
 Norðurland                
Þórunnarstræti 132  Fimmtudagar  95  3  Nei  Nei  6  Nei  12
Hrókaland 3  Fimmtudagar  109  3  Já   Já  6  Nei  21
Hrímland 12  Fimmtudagar  109  3  Já  Já  6  Nei  12
Gagginn, Hlíðarvegi  Fimmtudagar  95  2  Nei  Nei  8  Nei  12
 Austurland                
Úlfstaðaskógur 25  Föstudagar  47  2  Nei  Nei  6  Nei  10
Úlfstaðaskógur 4  Föstudagar  60  2  Nei  Já  8  Nei  8
Hrafnarbjörg III  Föstudagar  150  3  Nei  Nei  12  Nei  12
 Suðurland                
Bjallarvegur 11  Fimmtudagar  143  4  Já  Já 9  Já 11
Lokastígur 1  Föstudagar  87  3  Já  Já  12  Já  12
Lokastígur 3  Föstudagar  90  3  Já  Já  12  Já  12
Sólhlíð  Föstudagar  117  2  Nei  Já  9  Nei  9
Lokastígur 4  Föstudagar  98  3  Nei  Já  12  Já  12
Bláskógar  Föstudagar  55  3  Nei  Já  10  Nei  12
 Danmörk                
Hjejlevej 6   Sunnudagar  160  4  Já  Nei  10  Nei  10
 Spánn                
Playamarina II  Laugardagar  64  2  Nei  Nei  4  Nei  14
Maddame Butterfly 5  Laugardagar  100  3  Nei  Nei  6  Nei  17

Orlofsvefur

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála