Fyrsta tölublað Tímarits hjúkrunarfræðinga 2023 er komið út og hefur verið dreift til félagsmanna.
Í blaðinu er meðal annars rætt ítarlega við Sigríði Gunnarsdóttur um reynslu sína sem framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala. Helga Margrét Jóhannesdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur svæðis á HSN á Blönduósi lét drauma sína rætast og fór í brimbrettaskóla og fallhlífarstökk áður en hún festi rætur í bænum þar sem hún þekkti engan áður en hún flutti þangað með fjölskylduna. Dóra Halldórsdóttir hefur hjúkrað deyjandi í yfir 30 ár og segir líknarhjúkrun vera viðkvæma hjúkrun.
Hulda Birgisdóttir hefur í áratug starfað sem hjúkrunarfræðingur í fangelsinu á Hólmsheiði og gefur lesendum innsýn í starf sitt í fangelsinu. Svanbjörg Andrea, hjúkrunarfræðingur, þurfti meiri birtu og sól og flutti til Tenerife þar sem hún skapar sér atvinnutækifæri. Jóhannes Kr. Kristjánsson, framleiðandi þáttanna Stormur, fer yfir heimsókn sína á gjörgæsludeild LSH í Fossvogi í pistil sem hann skrifaði fyrir Tímarit hjúkrunarfræðinga.
Þetta og margt, margt fleira spennandi í nýjasta tölublaði Tímarits hjúkrunarfræðinga.