Hjukrun.is-print-version

Óskað er eftir tilnefningum fyrir hvatningarstyrki Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 2023

RSSfréttir
29. mars 2023
Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur ákveðið að veita hvatningarstyrki að upphæð 500.000 kr til framúrskarandi hjúkrunarfræðinga sem hafa haft áhrif á þróun hjúkrunar eða heilbrigðisþjónustu á Íslandi.

Markmiðið er að styðja við hjúkrunarfræðinga sem hafa á einhvern hátt skarað fram úr á sínu sviði. Viðurkenningin byggir á gildum Fíh, ábyrgð, áræðni, árangur og horft skal til þátta sem lúta að klínískri færni, stjórnun, kennslu, rannsóknum og nýsköpun í hjúkrun.

Styrknum er ætlað að styðja hjúkrunarfræðinga til að afla sér frekari þekkingar og/eða þjálfunar sem nýtist þeim til að þróa enn frekar sín verkefni sem tengjast hjúkrun og þeir eru í forsvari fyrir eða leiða. Þessir hvatningarstyrkir eru veittir einstaklingum en ekki fyrir verkefni eða rannsóknir sem eru fjármagnaðar að fullu eða hluta annarstaðar.

Allir félagar í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga geta tilnefnt hjúkrunarfræðing sem fellur undir ofan talin viðmið með rökstuðningi fyrir framúrskarandi hæfni og færni viðkomandi.

Tilnefningum ber að skila inn fyrir 14. apríl og senda á formann Fíh, formadur@hjukrun.is.
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála