3.
apríl 2023
Þann 1. apríl 2023 tóku gildi nýjar úthlutunarreglur styrktarsjóðs.
Helstu breytingar eru að afgreiðsla allra umsókna eru nú mánaðarlega, fyrir utan júlí, þá er heilsustyrkur ekki afgreiddur. Kemur það í staðinn fyrir afgreiðslu annan hvern mánuð.
Þá verður lokadagur skila umsókna fyrir fyrsta dag hvers mánaðar. Kemur það í staðinn fyrir 9. dag annars hvers mánaðar.
Hér má lesa nýju reglurnar. Umsóknir í styrktarsjóð fara í gegnum Mínar síður.