Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur skrifað undir kjarasamning við ríkið.
Samningurinn ásamt kynningarefni, bæði á íslensku og ensku, er nú aðgengilegur inni á Mínum síðum.
Atkvæðagreiðsla um samninginn fer fram rafrænt, kjörseðlarnir eru aðgengilegir inni á Mínum sínum undir viðkomandi svæði, notast er við rafræn skilríki.
Kjörseðillinn opnar laugardaginn 15. apríl kl. 12:00
Kjörseðillinn lokar mánudaginn 24. apríl kl.12:00
Á kjörskrá eru hjúkrunarfræðingar sem starfa undir samningnum og eru með fulla aðild að félaginu, aðrir fá ekki kjörseðil. Ef þú færð ekki kjörseðil en telur þig eiga rétt á því að taka þátt í atkvæðagreiðslunni þá er hægt að hafa samband við kjara- og réttindasvið Fíh, kjarasvid@hjukrun.is.
Kynningarfundur á ensku verður haldinn mánudaginn 17. apríl milli kl. 16:00 og 17:00.
Hjúkrunarfræðingar eru hvattir til að kynna sér innihald samningsins og taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Athugið að kjarasamningurinn ásamt kynningarefni eru trúnaðarmál og einungis ætlað hjúkrunarfræðingum.
Ef spurningar vakna um innihald samningsins þá má hafa samband við kjara- og réttindasvið Fíh, kjarasvid@hjukrun.is.