Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hvetur hjúkrunarfræðinga til að taka þátt á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins, mánudaginn 1. maí.
Reykjavík
Í Reykjavík verður safnast saman fyrir kröfugönguna á Skólavörðuholti kl. 13:00 og leggur gangan af stað kl. 13:30. Við tekur útifundur á Ingólfstorgi, hann hefst kl. 14:10. Dimma rokkar á torginu og Stefanía Svavars syngur fagra tóna. Slagorð sameiginlegrar baráttu launafólks í ár er: Réttlæti-Jöfnuður-Velferð.
Akureyri
Göngufólk safnast saman við Alþýðuhúsið kl.13:30 en hálftíma síðar verður lagt af stað við undirleik Lúðrasveitar Akureyrar. Hátíðardagskrá í Menningarhúsinu Hofi að lokinni kröfugöngu. Bryndís Ásmundsdóttir stýrir dagskránni og syngur vel valin lög. Söngur og gleði með góðum gestum frá Leikfélagi Menntaskólans á Akureyri.
Egilsstaðir
Hátíðardagskrá á Hótel Héraði á milli kl. 12:00-13:00.
Neskaupsstaður
Hátíðardagskrá á Hótel Hildibrand á milli kl. 12:00-13:00.
Borgarnes
Bíó fyrir yngstu kynslóðina kl. 11 í Óðali. Kröfuganga hefst 13:30 og gengið verður frá Alþýðuhúsinu, Sæunnargötu 2a að Hjálmakletti. Hátíðardagskrá í kjölfarið.
Búðardalur
Stéttarfélag Vesturlands, Kjölur og Sameyki standa saman að samkomu í Dalabúð kl.15:00.
Grundarfjörður
Dagskrá kl. 14:30 í Samkomuhúsinu.
Stykkishólmur
Verkalýðsfélag Snæfellinga, Kjölur og Sameyki standa fyrir dagskrá á Hótel Stykkishólmi. Dagskráin hefst á Hótel Stykkishólmi kl. 13:30
Fjallabyggð
Dagskrá í sal Kjalar, Eyrargötu 24b, milli kl. 14:30 og 17:00.
Snæfellsbær
Verkalýðsfélag Snæfellinga, Kjölur og Sameyki standa fyrir dagskrá í Samkomuhúsinu kl. 15.30.
Vestmannaeyjar
Kaffisamsæti í AKÓGES kl. 14:30.
Viðburðir á fleiri stöðum á landinu verður bætt við hér þegar nær dregur.