Hjukrun.is-print-version

Fyrir fjölmiðla

Formaður félagsins

Formaður Fíh er Guðbjörg Pálsdóttir. Guðbjörg hefur verið í stjórn Fíh frá árinu 2009, sat í stjórn styrktarsjóðs frá 2011, var varaformaður frá 2014 og hefur gegnt stöðu starfandi formanns frá 1. apríl 2016 fram til maí 2017 er hún tók við stöðunni formlega.  

Guðbjörg hefur lengst af starfað á bráðamóttöku Landspítala og hefur áralanga reynslu af stjórnun; sem hjúkrunardeildarstjóri og  hjúkrunarframkvæmdastjóri á bráðasviði Landspítala og aðstoðarmaður hjúkrunarforstjóra. Jafnframt hefur hún starfað sem sérfræðingur í bráðahjúkrun frá 2008 á Landspítala, sem er hennar sérgrein, og tekið virkan þátt í frumkvöðlastarfi við uppbyggingu bráðahjúkrunar. Auk þess hefur hún kennt í fjölda ára m.a. við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Guðbjörg situr í stjórn Evrópusamtaka bráðahjúkrunarfræðinga (EuSEN).  

Guðbjörg lauk prófi í  hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1990 og meistaragráðu í bráðahjúkrun við Maryland háskóla í Baltimore í Bandaríkjunum árið 1997.



Merki félagsins

 



Merkið er mikilvægur hluti af ímynd félagsins eins og það birtist hjúkrunarfræðingum, skjólstæðingum þeirra, samstarfsmönnum og almenningi.

Félagsmerkið er notað sem einkennismerki í allri starfsemi félagsins þar með talið landsvæða- og fagdeildum þess. Fagdeildum er heimilt að útbúa sérstakt merki fyrir deildina. Sé það gert skal þess gætt að merki félagsins sé notað jafnhliða merki fagdeildar t.d. á bréfsefni eða öðru efni sem fagdeildin sendir frá sér. 


 

Um félagið

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) var stofnað árið 1919, og er félagið bæði fag- og stéttarfélag.
Megintilgangur félagsins er að:

  • efla þróun hjúkrunar og þekkingu og hæfni hjúkrunarfræðinga.
  • gæta hagsmuna og standa vörð um sjálfstæði, réttindi, skyldur og kjör hjúkrunarfræðinga.
  • semja við vinnuveitendur um kaup og kjör fyrir félagsmenn og um önnur atriði semsamningsumboð félagsins nær tilá hverjum tíma.
  • auka þátt hjúkrunarfræðinga í þróun og stefnumótun hjúkrunar- og heilbrigðisþjónustu.

Félagsmenn eru kjarni starfseminnar og eru um 4500 alls, þar af um 3600 starfandi félagar.


 

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála