16.
maí 2003
Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
Laugavegi 116
150 Reykjavík
Reykjavík 23. maí 2003
Efni: Ályktun frá Fulltrúaþingi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Fulltrúaþing Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga haldið dagana 15. og 16. maí 2003 hvetur íslensk heilbrigðisyfirvöld til að efla þjónustu við þá sem búa á eigin heimilum og þarfnast aðstoðar vegna heilsumissis eða skertrar getu til sjálfsumönnunar.
Rökstuðningur:
Víðast hvar á Vesturlöndum er það stefna stjórnvalda að gera sem flestum kleift að búa heima fremur en að flytjast á stofnun í kjölfar veikinda eða breytinga á heilsu og færni t.d. samfara öldrun. Jafnframt er víðast leitast við að stytta dvöl á hátæknisjúkrahúsum eftir því sem kostur er. Hér á landi endurspeglast þessi stefna m.a. í lögum um málefni aldraðra frá árinu 1989 en þar er kveðið á um að öldruðum skuli gert kleift að búa sem lengst á eigin heimilum. Svipuð stefna kemur fram í íslenskri heilbrigðisáætlun. Í stefnu Landspítala – háskólasjúkrahúss er hvatt til þess að efla göngudeildarþjónustu sem álitin er forsenda þess að stytta sólahringsdvöl sjúklinga á spítalanum.
Ríkisstjórn Íslands og Félag eldri borgara hafa einnig gert með sér samkomulag þar sem kveðið er á um eflingu heimaþjónustu við aldraða. Fulltrúaþing Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga tekur heilshugar undir þetta samkomulag en telur ekki nóg gert, þar sem fjöldi fólks á öllum aldri um allt land þarfnast heimahjúkrunar.
Skilvirk og markviss heimahjúkrun hlýtur að verða hornsteinn heilbrigðisþjónustu tuttugustu og fyrstu aldarinnar. Forsenda hennar er að völ sé á öflugri og fjölbreyttri stuðningsþjónustu og möguleikum til endurhæfingar fyrir þá sem búa heima og aðstandendur þeirra. Því er brýnt að styðja myndarlega við uppbyggingu og eflingu heimahjúkrunar um land allt. Skapa þarf starfsskilyrði til að hjúkrunarfræðingar geti metið heilbrigðisástand og líðan skjólstæðinga sinna og skipulagt þjónustu sem byggð er á forvörnum og eflingu vellíðunar ásamt stuðningi, fræðslu og leiðbeiningu í samræmi við þarfir.
F.h. stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
______________________________________
Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
Laugavegi 116
150 Reykjavík
Reykjavík 23. maí 2003
Efni: Ályktun frá Fulltrúaþingi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Fulltrúaþing Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga haldið dagana 15. og 16. maí 2003 hvetur íslensk heilbrigðisyfirvöld til að efla þjónustu við þá sem búa á eigin heimilum og þarfnast aðstoðar vegna heilsumissis eða skertrar getu til sjálfsumönnunar.
Rökstuðningur:
Víðast hvar á Vesturlöndum er það stefna stjórnvalda að gera sem flestum kleift að búa heima fremur en að flytjast á stofnun í kjölfar veikinda eða breytinga á heilsu og færni t.d. samfara öldrun. Jafnframt er víðast leitast við að stytta dvöl á hátæknisjúkrahúsum eftir því sem kostur er. Hér á landi endurspeglast þessi stefna m.a. í lögum um málefni aldraðra frá árinu 1989 en þar er kveðið á um að öldruðum skuli gert kleift að búa sem lengst á eigin heimilum. Svipuð stefna kemur fram í íslenskri heilbrigðisáætlun. Í stefnu Landspítala – háskólasjúkrahúss er hvatt til þess að efla göngudeildarþjónustu sem álitin er forsenda þess að stytta sólahringsdvöl sjúklinga á spítalanum.
Ríkisstjórn Íslands og Félag eldri borgara hafa einnig gert með sér samkomulag þar sem kveðið er á um eflingu heimaþjónustu við aldraða. Fulltrúaþing Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga tekur heilshugar undir þetta samkomulag en telur ekki nóg gert, þar sem fjöldi fólks á öllum aldri um allt land þarfnast heimahjúkrunar.
Skilvirk og markviss heimahjúkrun hlýtur að verða hornsteinn heilbrigðisþjónustu tuttugustu og fyrstu aldarinnar. Forsenda hennar er að völ sé á öflugri og fjölbreyttri stuðningsþjónustu og möguleikum til endurhæfingar fyrir þá sem búa heima og aðstandendur þeirra. Því er brýnt að styðja myndarlega við uppbyggingu og eflingu heimahjúkrunar um land allt. Skapa þarf starfsskilyrði til að hjúkrunarfræðingar geti metið heilbrigðisástand og líðan skjólstæðinga sinna og skipulagt þjónustu sem byggð er á forvörnum og eflingu vellíðunar ásamt stuðningi, fræðslu og leiðbeiningu í samræmi við þarfir.
F.h. stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
______________________________________
Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga