16.
maí 2003
Ályktun frá Fulltrúaþingi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Fulltrúaþing Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga haldið 15. og 16. maí 2003 krefst þess að stjórnvöld tryggi að fjárframlög til hjúkrunarmenntunar á Íslandi séu í fullu samræmi við sænska reiknilíkanið sem íslensk stjórnvöld nota við útdeilingu fjár til háskólamenntunar.
Fulltrúaþing Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga krefst jafnframt sérstakra fjárframlaga til framhaldsmenntunar hjúkrunarfræðinga á Íslandi.
Rökstuðningur:
Frá árinu 1999 hafa fjárveitingar til kennslu við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri verið byggðar á reiknilíkani sem þróað var í Svíþjóð og hefur verið notað þar. Reiknilíkanið tekur einungis til grunnnáms. Líkanið skiptist í 7 reikniflokka og er hver reikniflokkur misdýr. Námsleiðir eru flokkaðar í reikniflokka út frá því hversu kostnaðarsöm kennsla viðkomandi námsleiðar er. Þannig er nám sem byggir eingöngu á fyrirlestrum flokkað í ódýran flokk, en nám þar sem kennslan er mikið einstaklingsbundin, mikið um tilraunir o.s.frv. flokkuð í dýran flokk. Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri hafa allt frá því að flokkunarkerfið var tekið upp mótmælt og sagt að hjúkrunarfræði hafi verið flokkuð ranglega. Þannig sé námið mun dýrara en flokkurinn sem hjúkrunarfræðin hefur verið flokkuð í gefur til kynna. Ekki hefur gengið að fá þetta leiðrétt og bent hefur verið á að tekið sé mið af hvernig hjúkrunarnám í Svíþjóð hefur verið flokkað. Af hálfu háskólanna hefur verið bent á að nám í Svíþjóð sé ekki sambærilegt þar sem það hafi ekki verið á háskólastigi, stofnanir tekið þátt í greiðslu klínísks náms, námið þar verið styttra og fleira. Ekki hefur verið komið til móts við þessar athugasemdir.
Árið 2001 var flokkun hjúkrunarnáms í Svíþjóð breytt og námið sett í dýrari flokk. Er það í kjölfar þess að hjúkrunarnám þar er nú komið í háskóla. Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri sóttu þá strax um að leiðrétt yrði flokkun hjúkrunarnáms á Íslandi. Það hefur ekki gengið eftir.
Árið 1972 var Nýi hjúkrunarskólinn stofnaður. Hlutverk þess skóla var að veita hjúkrunarfræðingum framhalds- og viðbótarmenntun. Árið 1990 var skólinn lagður niður en verkefni hans flutt til Háskóla Íslands. Fjárveiting fylgdi hinsvegar ekki með verkefnum skólans og hefur hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands ítrekað bent á það. Þetta hefur ekki fengist leiðrétt og voru möguleikar hjúkrunarfræðinga á Íslandi í raun takmarkaðir við flutning verkefna frá Nýja hjúkrunarskólanum til Háskóla Íslands í stað þess að þeir ykjust eins og markmiðið með þessari aðgerð var.
Árið 2001 fór fram heildarúttekt á hjúkrunarfræðinámi á Íslandi sem byggir á reglum um gæðaeftirlit með háskólakennslu á vegum menntamálaráðuneytis. Matshópurinn skilaði skýrslu 1. júní 2001. Þáverandi menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, sendi háskólarektorum Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri í kjölfarið bréf með ábendingum sem snerta þá háskóla sem veita hjúkrunarfræðimenntun á Íslandi. Þar segir m.a.:
„Aukið fjármagn þarf að koma til ef hjúkrunarfræðideild á að geta uppfyllt rannsóknaskyldur sínar á sama hátt og aðrar deildir háskólans“.
Undir þetta tekur Fulltrúaþing Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga heilshugar og bætir við að leiðrétting vegna launastiku í kennslusamningi þarf að koma til ef háskólar eiga að koma til móts við kröfur þjóðfélagsins um fjölgun hjúkrunarfræðinema.
Fulltrúaþing Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga haldið 15. og 16. maí 2003 krefst þess að stjórnvöld tryggi að fjárframlög til hjúkrunarmenntunar á Íslandi séu í fullu samræmi við sænska reiknilíkanið sem íslensk stjórnvöld nota við útdeilingu fjár til háskólamenntunar.
Fulltrúaþing Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga krefst jafnframt sérstakra fjárframlaga til framhaldsmenntunar hjúkrunarfræðinga á Íslandi.
Rökstuðningur:
Frá árinu 1999 hafa fjárveitingar til kennslu við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri verið byggðar á reiknilíkani sem þróað var í Svíþjóð og hefur verið notað þar. Reiknilíkanið tekur einungis til grunnnáms. Líkanið skiptist í 7 reikniflokka og er hver reikniflokkur misdýr. Námsleiðir eru flokkaðar í reikniflokka út frá því hversu kostnaðarsöm kennsla viðkomandi námsleiðar er. Þannig er nám sem byggir eingöngu á fyrirlestrum flokkað í ódýran flokk, en nám þar sem kennslan er mikið einstaklingsbundin, mikið um tilraunir o.s.frv. flokkuð í dýran flokk. Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri hafa allt frá því að flokkunarkerfið var tekið upp mótmælt og sagt að hjúkrunarfræði hafi verið flokkuð ranglega. Þannig sé námið mun dýrara en flokkurinn sem hjúkrunarfræðin hefur verið flokkuð í gefur til kynna. Ekki hefur gengið að fá þetta leiðrétt og bent hefur verið á að tekið sé mið af hvernig hjúkrunarnám í Svíþjóð hefur verið flokkað. Af hálfu háskólanna hefur verið bent á að nám í Svíþjóð sé ekki sambærilegt þar sem það hafi ekki verið á háskólastigi, stofnanir tekið þátt í greiðslu klínísks náms, námið þar verið styttra og fleira. Ekki hefur verið komið til móts við þessar athugasemdir.
Árið 2001 var flokkun hjúkrunarnáms í Svíþjóð breytt og námið sett í dýrari flokk. Er það í kjölfar þess að hjúkrunarnám þar er nú komið í háskóla. Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri sóttu þá strax um að leiðrétt yrði flokkun hjúkrunarnáms á Íslandi. Það hefur ekki gengið eftir.
Árið 1972 var Nýi hjúkrunarskólinn stofnaður. Hlutverk þess skóla var að veita hjúkrunarfræðingum framhalds- og viðbótarmenntun. Árið 1990 var skólinn lagður niður en verkefni hans flutt til Háskóla Íslands. Fjárveiting fylgdi hinsvegar ekki með verkefnum skólans og hefur hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands ítrekað bent á það. Þetta hefur ekki fengist leiðrétt og voru möguleikar hjúkrunarfræðinga á Íslandi í raun takmarkaðir við flutning verkefna frá Nýja hjúkrunarskólanum til Háskóla Íslands í stað þess að þeir ykjust eins og markmiðið með þessari aðgerð var.
Árið 2001 fór fram heildarúttekt á hjúkrunarfræðinámi á Íslandi sem byggir á reglum um gæðaeftirlit með háskólakennslu á vegum menntamálaráðuneytis. Matshópurinn skilaði skýrslu 1. júní 2001. Þáverandi menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, sendi háskólarektorum Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri í kjölfarið bréf með ábendingum sem snerta þá háskóla sem veita hjúkrunarfræðimenntun á Íslandi. Þar segir m.a.:
„Aukið fjármagn þarf að koma til ef hjúkrunarfræðideild á að geta uppfyllt rannsóknaskyldur sínar á sama hátt og aðrar deildir háskólans“.
Undir þetta tekur Fulltrúaþing Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga heilshugar og bætir við að leiðrétting vegna launastiku í kennslusamningi þarf að koma til ef háskólar eiga að koma til móts við kröfur þjóðfélagsins um fjölgun hjúkrunarfræðinema.