Hjukrun.is-print-version

Stjórnarfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

RSSfréttir
10. maí 2004

haldinn 10. maí 2004 kl. 12:00

Mættir: Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður, Erlín Óskarsdóttir, 1. varaformaður, Dagbjört Þyri Þorvarðardóttir, 2. varaformaður, Jón Aðalbjörn Jónsson ritari, Herdís Herbertsdóttir, gjaldkeri, Elín Ýrr Halldórsdóttir, meðstjórnandir, Halla Grétarsdóttir, meðstjórnandi og Ingibjörg Sigmundsdóttir, varamaður.

Dagskrá:

1. Fundargerð stjórnarfundar 26. apríl 2004 samþykkt.

2. Kaup á íbúð í Reykjavík

Stjórn samþykkti kaup á orlofsíbúð við Klappastíg 1.

3. Fréttir frá orlofsnefnd

Leitað verður formlega eftir upplýsingum varðandi byggingarrétt á lóð Kvennabrekku. Elsa mun funda með orlofsnefnd í lok mánaðarins. Stjórn lýsti ánægju sinni með hótelmiða fyrir félagsmenn á Fosshótel sem nú er hægt að kaupa á skrifstofu félagsins.

4. Tilnefning í stjórn ICN

Frestað til næsta fundar.

5. Undirbúningur vegna 12. maí 2004

Aðalbjörg greindi frá dagskrá 12. maí sem er tilbúin og hefur verið auglýst.

Úthlutað verður úr B-hluta vísindasjóðs 12. maí kl. 16:00-18:00 í húsnæði félagsins að Suðurlandsbraut 22.

6. Staðfesting á tilnefningu Elsu B. Friðfinnsdóttur formanns Fíh í stjórn BHM.

Elsa var kosin varaformaður BHM á aðalfundi samtakanna 7. maí 2004.

7. Einstaklingsmál.

Sjá trúnaðarmálabók.

8. Önnur mál:

• Ákveðið að styrkja fagdeildir sérstaklega, sem eiga stjórnarmann í stjórn alþjóðlegra systursamtaka, um kr. 100.000.- á ári,.

• Samþykkt að styrkja Vestfjarðadeild vegna opnunar sýningar á hjúkrunarminjum þann 12. maí.

• Alls var úthlutað 7,3 miljónum króna úr B-hluta vísindasjóðs í ár til rúmlega 20 rannsóknaverkefna. Voru styrkirnir á bilinu 150-450 þúsund hver. Ákveðið að skipa vinnunefnd til að endurskoða starfsreglur sjóðsins og eiga þær að verða tilbúnar í lok nóvember.

• Stjórn samþykkti styrki til fagdeilda til erlends samstarfs að upphæð kr. 80 þúsund og verkefna innanlands kr. 60 þúsund. Alls voru styrktar 13 fagdeildir.

• Ályktun vegna aukins niðurskurðar á LSH verður send til stjórnarmanna til yfirlestrar og athugasemda.


• Elsa mun sækja fundi ICN og WHO í Genf dagana 15.-19. maí 2004 og taka þátt í fyrsta sameiginlega fundi lækna, lyfjafræðinga og hjúkrunarfræðinga sem fulltrúi ICN.

• Rætt um BHM þing. Kvartað var undan lélegum undirbúningi fundarins og hversu seint gögn bárust þingfulltrúum. Ákveðið að hafa vinnufund um BHM aðild næsta haust.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:45.

Næsti fundur boðaður 24. maí 2004 kl. 14:00-16:00.

Aðalbjörg J. Finnbogadóttir

Samþykkt.


Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála