Hjukrun.is-print-version

Stjórnarfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

RSSfréttir
14. júní 2004

haldinn 14. júní 2004 kl. 12:00

Mættir: Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður, Erlín Óskarsdóttir, 1. varaformaður, Jón Aðalbjörn Jónsson ritari, Herdís  Herbertsdóttir, gjaldkeri, Elín Ýrr Halldórsdóttir,

meðstjórnandir, Halla Grétarsdóttir, meðstjórnandi og Ingibjörg Sigmundsdóttir, varamaður.

Dagskrá:

1. Fundargerðir stjórnarfunda 10. maí og 24. maí 2004 samþykktar.

2. Mál orlofsnefndar.

Elsa hefur fundaði með orlofsnefnd og var m.a. rætt um Kvennabrekku. Afhenti hún nefndarmönnum gögnin varðandi skipulags og byggingaskilmála vegna deildiskipulags meðfram Varmá, sem félaginu hefur borist frá Byggingarfulltrúa

Mosfellsbæjar. Orlofsnefnd mun fara yfir þau gögn og senda stjórn tillögur sínar varðandi framhaldið.

Kalla þarf eftir þinglýstum kvöðum frá sýslumannsembættinu. Einnig var rætt um nauðsyn þess að fá skýr svör varðandi það hvort húsið megi standa eða hvort það skulið fjarlægt.

Þá var á fundinum með orlofsnefnd rætt um vinnulag milli stjórnar og orlofsnefndar varðandi stærri fjárfestingar og sölu eigna.

Ákveðið að kalla eftir efnahagsreikningi orlofssjóðs. Þá var rætt um að nauðsyn þess að skoða stefnu orlofssjóðs og að orlofsnefnd gerði starfsáætlun til tveggja ára í senn og fengi aðstoð frá fjármálastjóra félagsins við það verk.

Vegna óska orlofsnefndar um lækkun þjónustugjalda til félagsins vegna kaupa á Hannibal hugbúnaði var búið að ákveða af stjórn að ekki væri hægt að verða við þeirri beiðni á þessu ári. Ákveðið að skrifstofa félagsins skoði nákvæmlega

vinnuframlag vegna sjóðsins og í framhaldi af því færi fram endurskoðun á þjónustugjöldunum.

3. Starfsmannasamtöl.

Elsa og Erlín gerðu í stuttu máli, grein fyrir  starfsmannasamtölunum sem fram fóru í byrjun mánaðarins. Frekari umræðum frestað.

4. Viðurkenning til hjúkrunarnema vegna framúrskarandi námsárangurs. Stjórn samþykkti að veita Elvu Rut Jónsdóttur og Berglindi Hálfdánsdóttur verðlaun úr sjóði Kristínar Thoroddsen vegna afburða árangurs í hjúkrunarnámi.

Ákveðið var að í framtíðinni þurfi verðlaunahafar að hafa a.m.k. 9.0 í aðaleinkunn auk góðrar umsagnar í klínisku námi og berast þurfi félaginu meðmælabréf frá háskólunum vegna tilnefninganna.

5. Einstaklingsmál

Skráð í Trúnaðarmálabók.

6. Önnur mál

ICN work force forum fundur verður haldinn á Nýja Sjálandi dagana 20.- 22. september 2004. Skoða á kostnað vegna hans og annarra funda erlendis og ákveða í framhaldi af því hvort og þá hverjir fara á fundinn.

Fulltrúi slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins kom og tók út stöðu brunavarna á skrifstofunni. Nokkur atriði þarf að laga m.a. atriði er varða húsið allt og mun Soffía taka þau mál upp á hússtjórnarfundi.

Enn á eftir að tilkynna formlega vinnuveitendum um stjórnarmenn og réttindi þeirra til að starfa fyrir félagið í vinnutíma. Rætt um að senda þeim einnig formleg erindisbréf.

Fleira ekki gert. Fundi slitið 14:45.

Næsti fundur boðaður 5. júlí kl. 14:00-16:00 og fyrsti fundur eftir sumarleyfi verður haldinn 16. ágúst kl. 14:00-16:00.

Aðalbjörg J. Finnbogadóttir

Samþykkt.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála