haldinn 16. ágúst 2004 kl. 14:00
Mættir: Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður, Erlín Óskarsdóttir, 1. varaformaður, Dagbjört Þyri Þorvarðardóttir, 2. varaformaður, Jón Aðalbjörn Jónsson ritari, Herdís Herbertsdóttir, gjaldkeri, Elín Ýrr Halldórsdóttir, meðstjórnandir og Halla Grétarsdóttir, meðstjórnandi
Dagskrá:
1. Fundargerð stjórnarfundar 15. júlí 2004 samþykkt.
2. Umsókn um styrk vegna þýðingar og útgáfu bókar.
Beiðni hefur borist félaginu um styrk vegna útgáfu og þýðingar bókar um umönnun fólks með heilabilun. Erindinu hafnað þar sem það samræmist ekki reglum félagsins varðandi styrki. Höfundi verður boðið að kynna hjúkrunarfræðingum bókina á heimasíðu félagsins án endurgjalds.
3. Erindi frá siða- og sáttanefnd.
Frestað þar sem gögn frá nefndinni hafa ekki borist.
4. Samstarf aðildarfélaga BHM í sameiginlegum málum við endurnýjun kjarasamninga þeirra við ríkið í árslok 2004.
Stjórn jákvæð fyrir samfloti við BHM allt að því er töluliður 7 felur í sér en endanleg ákvörðun stjórnar verður tekin eftir fund miðstjórnar BHM þar sem ákveðin verða sameiginleg atriði í kjarasamningum aðildarfélaga BHM haustið 2004.
5. Samningur Fíh og TR vegna hjúkrunar í heimahúsum.
Elsa greindi frá gangi mála varðandi samninga Fíh og TR vegna hjúkrunar í heimahúsum. Samningurinn er gildir frá 1. janúar 2003 til 30. september 2004. Samkvæmt bókun áttu samningsaðilar á samningstímanum að ræða um framtíðarfyrirkomulag þjónustunnar. Sú vinna er ekki hafin þrátt fyrir stöðuga ítrekun Fíh, en von er á að það verði fljótlega.
6. Dagskrá á starfsdegi stjórnar.
Vinnufundur stjórnar verður 27. september. Á dagskrá fundarins er umræða um endurskoðun á starfsemi skrifstofu félagsins, endurskoðun á stefnu félagsins og umræða um veru félagsins innan BHM.
Ákveðið hefur verið að fá ráðgjafa til að skoða fjármálaumfang félagsins og hvernig þeim málum verði best háttað.
7. Einstaklingsmál.
Skráð í trúnaðarmálabók.
8. Önnur mál.
• Ákveðið að félagið taki þátt í kostnaði vegna ferða Jóns Aðalbjörns Jónssonar á stjórnarfundi eins og reglur félagsins kveða á um.
• Elsa mun sitja ráðstefnu í Finnlandi dagana 26.-27. ágúst 2004 sem varaformaður BHM.
• Landlæknisembættið hefur tilnefnt Vilborgu Ingólfsdóttur í nefnd til að skoða hlutfall hjúkrunarfræðinga og sjúklinga. Beðið er eftir tilnefningu frá LSH.
• Kæru félagsins vegna umbunar til hluta starfsmanna við HR hefur verið vísað til laganefndar BHM.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:40
Aðalbjörg J. Finnbogadóttir
Samþykkt.