haldinn 30. ágúst 2004 kl. 14:00
Mættir: Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður, Erlín Óskarsdóttir, 1. varaformaður, Dagbjört Þyri Þorvarðardóttir, 2. varaformaður, Jón Aðalbjörn Jónsson ritari, Herdís Herbertsdóttir, gjaldkeri, Hrafn Óli Sigurðsson, varamaður og Ingibjörg Sigmundsdóttir, varamaður.
Dagskrá:
1. Fundargerð stjórnarfundar 16. ágúst 2004 samþykkt.
2. Samstarf aðildarfélaga BHM í sameiginlegum málum við endurnýjun kjarasamninga þeirra við ríkið í árslok 2004.
Elsa lagði fram minnisblað frá fundi vinnuhóps um frekari vinnslu á sameiginlegri kröfugerð í hugsanlegu samfloti BHM í september og október 2004. Þemað er „Fjölskylduvænar kröfur og áhersla á launajafnrétti og jafnt verðgildi starfa“ Stjórn samþykkti samhljóða að Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga verði með í samráðinu.
3. Erindi frá Siða- og sáttanefnd.
Svar hefur borist frá Siða- og sátta nefnd vegna kvartana Heimahlynningar og sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðinga, vegna framgöngu hjúkrunarforstjóra Heilugæslunnar í Reykjavík. Rætt um framhaldið og ákveðið að bíða eftir viðbrögðum frá þeim aðilum er málið varðar. Umræður urðu um starfsvettvang, sjálfstæði og vald nefndarinnar. Ákveðið að skerpa þurfi á þessum atriðum.
4. Önnur mál.
• Ákveðið hefur verið að endurskoða starfsemi félagsins. Verið er að endurskoða verklag varðandi fjármálaumsýslu félagsins.
• Elsa lagði fram drög að bréfi til ráðgjafa þar sem farið er fram á að þeir skoði ákveðna þætti varðandi þátttöku Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í BHM. Stjórn samþykkti drögin.
• Samþykkt að kaupa fjarfundabúnað (grunnpakka sjá bls. 7 í bæklingi) og verja til þess tveimur miljónum króna.
• Þjónustugjöld LSR og LH. Jón Aðalbjörn benti á að ekki fást niðurfelld seðilgjöld þó greitt sé rafrænt. Beindi hann því til Elsu að hún legði fram í stjórn lífeyrissjóðsins að þessu verði breytt og samþykkti hún að gera það.
• Alþjóðasamstarf. Umræða um hvaða fulltrúar stjórnar eigi að fara á fundi erlendis. Rætt um störf Alþjóðanefnda sem nú hefur verið starfandi í eitt ár. Nefndarmenn munu skila mati á störfum hennar og skipulagi til stjórnar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30
Aðalbjörg J. Finnbogadóttir