haldinn 1. nóvember 2004 kl. 14:00
Mættir: Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður, Erlín Óskarsdóttir, 1. varaformaður, Dagbjört Þyri Þorvarðardóttir, 2. varaformaður, Jón Aðalbjörn Jónsson ritari, Herdís Herbertsdóttir, gjaldkeri, Elín Ýrr Halldórsdóttir, meðstjórnandir, Halla Grétarsdóttir, meðstjórnandi og Ingibjörg Sigmundsdóttir, varamaður.
Gestir fundarins:
Ingunn Sigurgeirsdóttir fjármálastjóri, Viktor Knútur Björnsson löggiltur endurskoðandi og Kristinn Viktorsson.
Dagskrá:
1. Fundargerð stjórnarfundar frá 11. október 2004 samþykkt.
2. Ársreikningar 2003.
Farið var yfir ársreikning 2003 með gestum fundarins. Rætt um uppsetningu reikningsins, sem gerir það að verkum að ársreikningurinn er ekki nógu gegnsær og því erfitt að átta sig á honum. Ákveðið að gera nokkrar breytingar og fundur boðaður með endurskoðendum, fjármálastjóra, gjaldkera og formanni eftir viku til að fara yfir þær breytingar. Gert er ráð fyrir að ársreikningur 2003 verði tilbúinn til samþykktar fyrir næsta stjórnarfund.
3. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2005.
Ingunn kynnti drög að fjárhagsáætlun ársins 2005. Farið yfir drögin.
Ákveðið að skoða hvernig eigi að úthluta vöxtum vísindasjóðs og leggja fyrir fulltrúaþing.
Ákveðið að skoða símarekstur skrifstofu og fá tilboð í hann frá fleiri aðilum. Skoða þarf og taka ákvörðun í framhaldinu um hvort stækka eigi svæði Tímarits hjúkrunarfræðinga á vefsvæðinu.
Í áætlunina vantar áætlaðan kostnað vegna endurskoðunar á stefnu félagsins í hjúkrunar og heilbrigðismálum og á uppbyggingu og starfsemi félagsins.
Fjárhagsáætlun 2005 verður lögð fyrir næsta stjórnarfund til samþykktar.
4. Styrkbeiðni frá Þórði Kristinssyni.
Frestað.
5. Erindi um stofnun nýrrar fagdeildar (sbr. síðasta fund stjórnar).
Erindið samþykkt.
6. Erindi frá fagdeild krabbameinshjúkrunarfræðinga um auglýsingar styrktaraðila á vefsvæði deildarinnar.
Ákveðið að óska álits siða-og sáttanefndar á þessu máli. Skoða þarf þetta erindi í víðu samhengi.
7. Önnur mál.
• Dagbjört Þyri Þorvarðardóttir 2. varaformaður hefur ákveðið að víkja úr stjórn félagsins vegna nýrrar stöðu sinnar en hún hefur verið ráðin hjúkrunarforstjóri Hrafnistu. Dagbjörtu Þyri þakkað samstarfið og henni óskað velfarnaðar í nýju starfi. Ingibjörg Sigmundsdóttir kemur inn í stjórn sem aðalmaður. Kalla þarf inn einn aðila af kjörnum fulltrúum fulltrúþings sem varamann í stjórn, þar sem hinn varamaðurinn er fluttur til Bandaríkjanna.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:40
Aðalbjörg J. Finnbogadóttir
Samþykkt.