Hjukrun.is-print-version

Ályktun hjúkrunarþings um rekstrarfé til hjúkrunarmenntunar

RSSfréttir
5. nóvember 2004
Ályktun hjúkrunarþings Fíh 5. nóvember 2004 um rekstrarfé til hjúkrunarmenntunar


Hjúkrunarþing haldið í Reykjavík 5. nóvember 2004 krefst þess að yfirvöld menntamála tryggi nægjanlegt rekstrarfé til hjúkrunarmenntunar hér á landi. Vægi hjúkrunarmenntunar við núverandi aðstæður er ekki metið sem skyldi og ekki jafngilt í reiknilíkani og annað nám í háskóla. Á komandi árum mun verða aukin eftirspurn eftir hjúkrunarfræðingum með sérhæfða þekkingu á öllum sviðum hjúkrunar og þarf grunnnám og framhaldsnám í hjúkrun að taka mið af þeirri þróun.
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála