haldinn 29. nóvember 2004 kl. 14:00
Mættir: Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður, Erlín Óskarsdóttir, 1. varaformaður, Jón Aðalbjörn Jónsson ritari, Herdís Herbertsdóttir, gjaldkeri, Elín Ýrr Halldórsdóttir, meðstjórnandir, Halla Grétarsdóttir, meðstjórnandi og Ingibjörg Sigmundsdóttir, varamaður.
Dagskrá:
1. Fundargerð stjórnarfundar frá 15. nóvember 2004 samþykkt.
2. Endurskipun í stjórn Fíh.
Inga Valborg Ólafsdóttir tekur sæti varamanns í stjórn.
3. Fjárhagsáætlun2005.
Fjárhagsáætlun 2005 samþykkt með eftirfarandi breytingum:
• Viðbætur vegna vefsvæðis samþykktar þannig að heildar kostnaður vegna vefsvæðis verður kr. 2.530.912.-
• Ákveðið að leggja í sérstakan sjóð til undirbúnings hjúkrunarfræðingatali kr. 1.000.000.-
• Ákveðið að stofna sérstakan viðhaldssjóð húseignar félagsins og setja í hann kr. 500.000.-
4. Útfararstyrkir.
Ákveðið að félagið verði í samræmi við önnur félög varðandi útfararstyrki. Ákveðið að beina til styrktarsjóðs BHM að hann samræmi sínar reglur um útfarastyrki reglum sjúkrasjóði BHM þar að lútandi.
Samþykkt að hægt verði að veita styrk vegna andláts og útfarar úr félagssjóði vegna sérstakra ástæðna t.d. ef dánarbúið er eignarlaust eða um alvarlegan fjárhagsvanda hjá eftirlifandi maka er að ræða. Þessi styrkur úr félagssjóði verði vel skilgreindur og einungis veittur í undantekningartilfellum. Ákveðið að Elsa legði fram tillögu á fundi LSR þess efnis að lífeyrissjóðurinn veiti útfararstyrki til ellilífeyrisþega.
5. Umsókn um styrk vegna fræðslumyndbands um samskipti við heilabilaða.
Erindinu hafnað.
6. Umsókn um styrk vegna Evrópuráðstefnu Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar.
Erindinu hafnað.
7. Ráðgjöf frá Price Water House Coopers.
Ekkert hefur heyrst frá ráðgjafa Price Water House Coopers síðan í september og ekki hefur náðst í hann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þar að lútandi.
8. ICN í Taiwan – þátttaka.
Ákveðið að kanna kostnað við að senda tvo fulltrúa á fund og ráðstefnu ICN í Taiwan dagana 21.-27. maí 2005. Rætt um þátttöku félagsin í kynningarbás SSN á ráðstefnunni. Ekki verður hægt að manna hann eins og verið hefur og þarf að hafa samband við SSN vegna þess. Mögulega er hægt að kynna félagið á tölvu og til eru bæklingar um félagið á ensku. Einnig væri hægt að senda ferðamannabæklinga um Ísland til að dreifingar í básnum.
9. Inntaka Emirates Nursing Association í ICN.
Samþykkt.
10. Jólalokun.
Ákveðið að hafa skrifstofu félagsins lokaða milli jóla og nýjárs eins og verið hefur. Starfsfólk getur tekið sumarfrísdaga ef það óskar að vera í fríi þennan tíma.
11. Álit laganefndar BHM um stefnu HR.
Félaginu hefur borist álit laganefndar BHM vegna erindis Fíh er varðar réttmæti umbunar fyrir „trúmennsku“ í starfi. Álit laganefndar er það að umbunin hafi verið ólögmæt og unnt sé að höfða mál fyrir Félagsdómi vegna þess. Ákveðið að höfða mál á hendur HR. Stjórn taldi að of langan tíma taki að fá álit laganefndar. Ingibjörg Sigmundsdóttir varamaður í stjórn vék af fundi á meðan á umræðum um þetta mál stóð.
12. Staðan í kjaraviðræðum.
Elsa greindi frá stöðu mála í kjaraviðræðum. Sameiginlegum viðræðum BHM, BSRB og KÍ er lokið en viðræður standa enn milli BHM og samninganefndar ríkisins. Einn fundur hefur verið haldinn með samninganefnd félagsins og samninganefndar ríkisins og annar boðaður í vikunni.
13. Staðan í þremur einstaklingsmálum.
Elsa greindi frá stöðu þessara mála. Öll málin eru enn í meðförum viðeigandi aðila.
14. Önnur mál.
• Félaginu hafa borist til umsagnar Frumvarp til laga um græðara, Tillaga til þingsályktunar um tryggan lágmarkslífeyri og tillögu til þingsályktunar um nýtingu stofnfrumna úr fósturvísum til rannsókna og lækninga. Ákveðið að senda þau til viðkomandi fagdeilda og nefnda félagsins og fá umsagnir frá þeim áður en gengið er frá umsögnunum.
• Erlín lagði fram til kynningar samantekt sína á fundum SSN og PCN og ráðstefnu SSN í Vilnius.
• Fundartími stjórnar ákveðinn fyrir vormisseri 2005. Vinnufundur stjórnar ákveðinn 7. febrúar.
• Áveða þarf á næsta fundi hverja á að styrkja í ár í stað þess að senda jólakort.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30
Aðalbjörg J. Finnbogadóttir
Samþykkt.