haldinn 13. desember 2004 kl. 13:00
Mættir: Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður, Erlín Óskarsdóttir, 1. varaformaður, Jón Aðalbjörn Jónsson ritari, Herdís Herbertsdóttir, gjaldkeri, Elín Ýrr Halldórsdóttir, meðstjórnandir, Halla Grétarsdóttir, meðstjórnandi, Inga Valborg Ólafsdóttir varamaður og Ingibjörg Sigmundsdóttir, varamaður.
Dagskrá:
1. Fundargerð stjórnarfundar frá 29. nóvember 2004 samþykkt.
2. Tilboð frá HR vegna sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðinga.
Samþykkt að taka tilboði Þórs Clausen um ráðgjöf varðandi breytingu á samningi TR og Fíh vegna sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðinga.
3. Greiðslur fyrir nefndarstörf.
Ákveðið að skoða umfang þeirrar vinnu sem fram fer í nefndum og stjórnum sjóða félagsins m.t.t. greiðslu fyrir nefndarstörf. Senda formönnum bréf þar sem farið er fram á að þeir geri grein fyrir fjölda funda á árunum 2003 og 2004 svo og aðra starfsemi sem nefndanna milli funda.
4. Ráðgjöf frá Price Water House Coopers.
Ekkert hefur enn heyrst frá ráðgjafanum. Ákveðið að skrifa honum bréf þar sem samskipti hans og félagsins eru rakin, beðið um að hann endursendi fengin gögn frá félaginu og frekari starfa af hans hálfu ekki óskað. Afrit af bréfinu verði sent til forstjóra Price Water House Coopers.
Starfsmannamál. Aðalbjörg vék af fundi.
Ákveðið að framlengja ekki tímabundna ráðningu starfsmanns á skrifstofu.
Ákveðið að auka stöðuhlutfall hjúkrunarfræðings hjá félaginu úr 80 í 100% starf.
5. Skipun laganefndar fyrir fulltrúaþing 2005.
Skipa þarf laganefnd sem fyrst. Rætt um að skipa 5 manna nefnd. Elsa og Erlín verða í nefndinni. Stjórn falið að lesa yfir lögin og senda inn athugasemdir sínar. Ganga á frá skipun í nefndina á næsta fundi.
6. Jólakort – styrkur til líknafélags.
Ákveðið að styrkja Mæðrastyrksnefnd, sérstaklega fátækar barnafjölskyldur.
7. Staðan í kjaraviðræðum.
Elsa kynnti stöðu mála í kjaraviðræðum við SNR. Fundað er vikulega en lítið gengur í samkomulagsátt.
8. Önnur mál:
• Tvö erindi bárust fundinum frá ritnefnd félagsins. Ákveðið að fá ritnefnd á næsta fund stjórnar til viðræðna um þessi mál.
• Ákveðið að setja auglýsingu frá kjörnefnd um framboð til formanns, stjórnar og í nefndir félagsins á heimasíðuna og í Tímarit hjúkrunarfræðinga sem kemur út í febrúar á næsta ári.
• Elsa vakti athygli á auglýsingum sem birst hafa í dagblöðum undanfarið og varða hjúkrunarfræðinga.
• Svarbréf hefur borist frá Óttari Guðmundssyni vegna Evrópuráðstefnu Félags áhugamann um sögu læknisfræðinnar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:20
Aðalbjörg J. Finnbogadóttir
Samþykkt.