Hjukrun.is-print-version

Stjórnarfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

RSSfréttir
10. janúar 2005

haldinn 10. janúar 2005 kl. 14:00

Mættir: Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður, Erlín Óskarsdóttir, 1. varaformaður, Herdís Herbertsdóttir, gjaldkeri, Jón Aðalbjörn Jónsson, ritari, Halla Grétarsdóttir, meðstjórnandi og Inga Valborg Ólafsdóttir, varamaður.

Dagskrá:

Fundargerð stjórnarfundar frá 13.desember 2004 samþykkt.

Beiðni um styrk frá fagdeild taugahjúkrunarfræðinga.

Erindið var tekið til umfjöllunar og samþykkt að veita fagdeildinni styrk samsvarandi ½ ársstyrk til innlendrar starfsemi fagdeilda.

Beiðni um styrk frá Norðausturlandsdeild Fíh.

Umræða um framlög til Norðausturlandsdeildar vegna Gudmands Minde.  Umsókn hafnað og bréf þess efnis verður sent til deildarinnar af formanni Fíh.

Beiðni um afnot af fjarfundarbúnaði.

Tekið jákvætt í erindið.  Jóni Aðalbirni falið að gera drög að kostnaðaráætlun vegna notkunar búnaðarins.

Skipun laganefndar Fíh.

Ákveðið að stjórnarmenn vinni að endurskoðun laga fram til vinnufundar stjórnar þann 7. febrúar n.k.  Elsa og Erlín munu halda utan um þetta starf.

Staðan í kjaraviðræðum.

Elsa gerði grein fyrir stöðunni í kjaraviðræðunum og niðurstöðu miðstjórnarfundar BHM. Upplýsingar um gang samninga eru settar á kjaravef á vefsvæði Fíh.

Beiðni um umsögn um frumvarp til almennra hegningarlaga, 67. mál, bann við limlestingum kynfæra kvenna.

Frumvarpið verður sent til umsagnar Siðanefndar sem og til fagdeilda barna- og heilsugæsluhjúkrunarfræðinga.

 

Ritnefnd kemur á fundinn kl 15.15

Ritnefnd mætti ekki til fundarins.

Önnur mál

Tillaga um framlag til fórnarlamba flóðanna í Asíu.

Samþykkt að veita 1.000.000 króna til Rauða Krossins til aðstoðar fórnarlömbum flóðanna.

ICN til kynningar 12 maí 2005

Kynnig á þema fyrir aljóðlegan dag hjúkrunarfræðinga- þemað verður: Hjúkrunarfræðingar fyrir öryggi sjúklinga.

Reyklausi dagurinn

Reyklausi dagurinn verðu 31. maí 2005.  Í ár beinist hann að hlutverki heilbrigðisstarfsmanna í tóbaksvörnum.  Fíh vonast til að geta verið með handbók ICN um hlutverk hjúkrunarfræðinga í tóbaksvörnum tilbúna til dreifingar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00

Jón Aðalbjörn Jónsson

Ritari stjórnar Fíh.

Samþykkt.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála