haldinn 21. febrúar 2005 kl. 14:00
Mættir: Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður, Erlín Óskarsdóttir, Elín Ýrr Halldórsdóttir, meðstjórnandir, Halla Grétarsdóttir, meðstjórnandi, Ingibjörg Sigmundsdóttir, meðstjórnandi, Hrafn Óli Sigurðsson, varamaður og Inga Valborg Ólafsdóttir, varamaður.
Dagskrá:
1. Fundargerðir stjórnarfunda 7. febrúar og 16. febrúar 2005 samþykktar.
2. Reglur um úthlutun styrkja Fíh til fagdeilda félagsins.
Samþykktar.
3. Erindi frá Austurlandsdeild Fíh.
Samþykkt, með ábendingum um að leita einnig styrkja í heimabyggð.
4. Umsögn um frumvarp til laga um Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga, 479. mál, aðild og viðmiðunarlaun.
Ákveðið að óska eftir umsögn um frumvarpið frá Öldunagadeildinni og hagfræðingi félagsins.
5. Félagsráðsfundur 25. febrúar 2005.
Rætt um dagskrá félagsráðsfundar. Ákveðið að kynna á fundinum drög að lagabreytingum og leggja undir fundinn til samþykktar tillögur að ályktunum um klámvæðingu, reykleysi, lyfjamál og öldrunarmál. Ingibjörg Sigmundsdóttir verður fundarstjóri.
6. Endurskoðun laga Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga – 1. umræða.
Elsa, Erlín og Halla hafa farið yfir lög félagsins og kynntu fyrstu drög að breytingatillögum sínum. Við endurskoðunina er lögð áhersla á að skýra og skerpa textann, bæta við og fella út óþarfa. Farið yfir breytingatillögurnar.
7. Staðan í kjaraviðræðum.
Elsa kynnti hugmyndir BHM samflots sem lagt var fram á fundi með SNR þann 18. febrúar 2005. Viðræðunefnd BHM hefur sett fram drög að 11. kafla kjarasamningsins sem fjallar um stofnanasamninga. Þau drög verða rædd á fundi miðstjórnar BHM sem haldinn verður síðdegis í dag.
8. Undirbúningur fulltrúaþings Fíh 9. og 10. maí 2005.
Frestað
9. Önnur mál.
Engin mál voru tekin fyrir undir þessum lið.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:20
Aðalbjörg J. Finnbogadóttir
Samþykkt.