25.
febrúar 2005
Reykjavík 25.febrúar 2005
Ályktun frá Félagsráðsfundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Félagsráðsfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga haldinn 25. febrúar 2005 lýsir yfir áhyggjum vegna aukinnar klámvæðingar í samfélaginu og telur mikilvægt að stemma stigu við henni. Hjúkrunarfæðingar fagna framtaki Landlæknis gegn klámi og lýsa sig reiðubúna til samstarfs við Landlæknisembættið um aðgerðir gegn klámvæðingunni, sem einkum beinist gegn konum og ungmennum.