25.
febrúar 2005
Ályktun frá Félagsráðsfundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Félagsráðsfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga haldinn 25. febrúar 2005 lýsir yfir áhyggjum varðandi fækkun stöðugilda hjúkrunarfræðinga á öldrunarstofnunum og hvetur stjórnendur öldrunarstofnana til að endurskoða stefnu sína þar að lútandi.
Á öldrunarstofunum er sífellt verið að sinna flóknari og umfangsmeiri hjúkrun þar sem þorri aldraða á stofnunum verður sífellt eldri og með flóknari hjúkrunarvandamál. Einnig eru aldraðir vistmenn sendir veikari heim eftir styttri legu á sjúkrahúsum nú en áður. Mikill fjöldi ófaglærðra starfsmanna og starfsmenn sem hafa litla eða enga íslenskukunnáttu kallar á aukna fræðslu og kennslu frá hjúkrunarfræðingum.
Allt hefur þetta áhrif á lífsgæði þeirra sem þurfa að búa við stofnanaþjónustu, minnkar öryggi þeirra og eykur hættu á óæskilegum atvikum.
Rökstuðningur:
Undanfarið hafa fjölmiðlar greint frá alvarlegum atvikum sem átt hafa sér stað á hjúkrunarheimilum, jafnvel andláti sem talið er tengjast ónógri umönnun. Á mörgum heimilum hefur hjúkrunarfræðingum verið fækkað og minna menntað starfsfólk tekið á sig meiri ábyrgð. Landlæknisembættið setti, fyrir nokkrum árum, fram staðla eða viðmiðun um æskilega mönnun hjúkrunarheimila. Nauðsynlegt er að þessi viðmið verði nýtt sem rammi varðandi mönnun og fjárveitingar til hjúkrunarheimila. Með fullnægjandi mönnun hjúkrunarfræðinga, er hægt að tryggja gæði og öryggi í umönnun aldraðra á hjúkrunarheimilum. Þó fleira fagfólk úr öðrum stoðstéttum hafi verið ráðið til öldrunarstofnanna er endanleg ábyrgð á umönnun vistmanna hjúkrunarfræðinganna, sem hafa þá sérfræðiþekkingu sem til þarf, til að sinna öldruðum og sjúkum.
Hjúkrunarfræðingar eru hæfastir til að meta aðstæður, sjá fyrir breytingar á heilsufari, bregðast við af þekkingu til að fyrirbyggja eða draga úr einkennum og/eða vandamálum, og kunnáttu til að fræða og styðja aldraða og aðstandendur þeirra. Því er algjörlega óásættanlegt að fjöldi hjúkrunarfræðinga á öldrunarstofnunum sé svo lítill að á kvöld- og næturvöktum beri einn hjúkrunarfræðingur ábyrgð á allt að 200 einstaklingum. Það gefur auga leið að sá hinn sami getur hvorki tryggt öryggi þessara einstaklinga né veitt þeim þjónustu af þeirri fagmennsku sem gera verður kröfur til þegar um hjúkrunarfræðinga er að ræða. Á sumum hjúkrunarheimilum hefur verið gengið enn lengra og hjúkrunarfræðingar eru eingöngu á bakvakt á ákveðnum tímum sólarhrings. Hjúkrunarfræðingur getur hvorki borið ábyrgð á atvikum né viðbrögðum við þeim ef hann er ekki á staðnum og fær vitneskju um stöðu mála jafnvel löngu eftir að atvik á sér stað eða breyting verður á heilsufari einhvers heimilismannsins.
Félagsráðsfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga haldinn 25. febrúar 2005 lýsir yfir áhyggjum varðandi fækkun stöðugilda hjúkrunarfræðinga á öldrunarstofnunum og hvetur stjórnendur öldrunarstofnana til að endurskoða stefnu sína þar að lútandi.
Á öldrunarstofunum er sífellt verið að sinna flóknari og umfangsmeiri hjúkrun þar sem þorri aldraða á stofnunum verður sífellt eldri og með flóknari hjúkrunarvandamál. Einnig eru aldraðir vistmenn sendir veikari heim eftir styttri legu á sjúkrahúsum nú en áður. Mikill fjöldi ófaglærðra starfsmanna og starfsmenn sem hafa litla eða enga íslenskukunnáttu kallar á aukna fræðslu og kennslu frá hjúkrunarfræðingum.
Allt hefur þetta áhrif á lífsgæði þeirra sem þurfa að búa við stofnanaþjónustu, minnkar öryggi þeirra og eykur hættu á óæskilegum atvikum.
Rökstuðningur:
Undanfarið hafa fjölmiðlar greint frá alvarlegum atvikum sem átt hafa sér stað á hjúkrunarheimilum, jafnvel andláti sem talið er tengjast ónógri umönnun. Á mörgum heimilum hefur hjúkrunarfræðingum verið fækkað og minna menntað starfsfólk tekið á sig meiri ábyrgð. Landlæknisembættið setti, fyrir nokkrum árum, fram staðla eða viðmiðun um æskilega mönnun hjúkrunarheimila. Nauðsynlegt er að þessi viðmið verði nýtt sem rammi varðandi mönnun og fjárveitingar til hjúkrunarheimila. Með fullnægjandi mönnun hjúkrunarfræðinga, er hægt að tryggja gæði og öryggi í umönnun aldraðra á hjúkrunarheimilum. Þó fleira fagfólk úr öðrum stoðstéttum hafi verið ráðið til öldrunarstofnanna er endanleg ábyrgð á umönnun vistmanna hjúkrunarfræðinganna, sem hafa þá sérfræðiþekkingu sem til þarf, til að sinna öldruðum og sjúkum.
Hjúkrunarfræðingar eru hæfastir til að meta aðstæður, sjá fyrir breytingar á heilsufari, bregðast við af þekkingu til að fyrirbyggja eða draga úr einkennum og/eða vandamálum, og kunnáttu til að fræða og styðja aldraða og aðstandendur þeirra. Því er algjörlega óásættanlegt að fjöldi hjúkrunarfræðinga á öldrunarstofnunum sé svo lítill að á kvöld- og næturvöktum beri einn hjúkrunarfræðingur ábyrgð á allt að 200 einstaklingum. Það gefur auga leið að sá hinn sami getur hvorki tryggt öryggi þessara einstaklinga né veitt þeim þjónustu af þeirri fagmennsku sem gera verður kröfur til þegar um hjúkrunarfræðinga er að ræða. Á sumum hjúkrunarheimilum hefur verið gengið enn lengra og hjúkrunarfræðingar eru eingöngu á bakvakt á ákveðnum tímum sólarhrings. Hjúkrunarfræðingur getur hvorki borið ábyrgð á atvikum né viðbrögðum við þeim ef hann er ekki á staðnum og fær vitneskju um stöðu mála jafnvel löngu eftir að atvik á sér stað eða breyting verður á heilsufari einhvers heimilismannsins.