Hjukrun.is-print-version

Ályktun Félagsráðs um öldrunarmál

RSSfréttir
25. febrúar 2005
Efni: Ályktun frá Félagsráðsfundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

Félagsráðsfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga haldinn 25. febrúar 2005 telur óásættanlegt að nær helmingur þeirra einstaklinga sem vistast á hjúkrunarheimilum þurfi að búa við þau skilyrði að deila herbergi með öðrum alls ókunnugum einstaklingi.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga telur mikilvægt að heilbrigðisráðherra marki skýra stefnu varðandi aðbúnað aldraðra á öldrunarstofnunum. Þó markvisst hafi verið unnið að því undanfarin ár að fækka fjölbýlum á sumum öldrunarstofnunum deila enn margir vistmenn herbergjum, salernum og sturtum. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga vekur athygli á því að enn er verið að leggja fram og samþykkja teikningar af stofnunum sem til stendur að reisa, þar sem gert er ráð fyrir fjölbýlum og sameiginlegum salernum og sturtum.
Félagsráðsfundur hvetur heilbrigðisráðherra sem og stjórnir og forstöðumenn öldrunarstofnana til að beita sér gegn byggingu nýrra stofnana sem ekki uppfylla mannsæmandi skilyrði varðandi aðbúnað vistmanna og rétt þeirra til friðhelgi á eigin heimili.


Rökstuðningur:
Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur upplýst að nær þúsund aldraðir einstaklingar deila herbergi með öðrum á dvalar- og hjúkrunarheimilum landsins. Er þá ekki átt við þá sem deila herbergi með maka eða sambýlismanni/-konu. Í máli ráðherra kom einnig fram að nú eru um 3100 einstaklingar í dvalar- eða hjúkrunarrýmum hér á landi. Nær þriðjungur þeirra þarf að sætta sig við að deila herbergi með öðrum, líklega oftast ókunnugum einstaklingi.

Aldraðir virðast einnig hafa lítið vald yfir sínu nánasta umhverfi, þegar inn á öldrunarstofnanir er komið.
Í langflestum tilfellum reyna þeir sem stýra öldrunarstofnunum að hafa umhverfið þar sem heimilislegast og að hver og einn fái tækifæri til að gera sitt nánasta umhverfi að sínu og ráða eins miklu og hægt er um umhverfi sitt. Skortur á hjúkrunarrýmum gerir það hins vegar að verkum að enn búa allt of margir íbúar hjúkrunarheimila við það að þurfa að deilda herbergi með öðrum, oftast al ókunnugum einstaklingi. Þar þarf að gera stór átak ekki síst í ljósi þess að þær kynslóðir sem koma til með að fylla hjúkrunarheimilin næstu áratugina munu ekki sætta sig við annað en einbýli með sér snyrtingu og svo stór að þar megi taka á móti nokkrum gestum.
Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála