Hjukrun.is-print-version

Ályktun félagsrásfundar Fíh um kynningu og markaðssetningu lyfja

RSSfréttir
25. febrúar 2005
Reykjavík 25.febrúar 2005




Efni: Ályktun frá Félagsráðsfundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

Félagsráðsfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga haldinn 25. febrúar 2005 hvetur lyfjafyrirtæki og lækna til þess að hafa hagsmuni skjólstæðinga sinna ávallt að leiðarljósi við kynningu og markaðssetningu lyfja. Gera verður þá kröfu að við markaðssetningu nýrra lyfja sé einungis horft til ávinnings af lyfinu umfram þau lyf sem fyrir eru á markaði og þess sérstaklega gætt að útgjöld sjúklinga vegna lyfjakaupa aukist ekki.

Rökstuðningur:

Mikil umræða hefur farið fram í fjölmiðlum um kynningar lyfjafyrirtækja og boðsferðir lækna á lyfjakynningar. Látið hefur verið að því liggja að val lækna við ávísun lyfja sé í einhverjum tilfellum tengd slikum boðsferðum og markaðssetningu lyfjafyrirtækjanna.

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála