Hjukrun.is-print-version

Stjórnarfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

RSSfréttir
25. febrúar 2005

haldinn 25. febrúar 2005 kl. 08:30

Mættir: Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður, Erlín Óskarsdóttir, Herdís Herbertsdóttir, gjaldkeri, Elín Ýrr Halldórsdóttir, meðstjórnandir, Halla Grétarsdóttir, meðstjórnandi, Ingibjörg Sigmundsdóttir, meðstjórnandi og Hrafn Óli Sigurðsson varamaður.

Dagskrá:

1. Samþykkt fundargerðar stjórnarfundar 21. febrúar 2005 frestað.

2. Erindi frá hjúkrunarfræðideild um styrk vegna genafræðinámskeiðs.

Stjórnarmenn lýstu yfir áhuga á samstarfi við hjúkrunarfræðideildina en fannst aðdragandi þessa erindis ekki við hæfi. Ákveðið að hafna þessari beiðni deildarinnar. Samstarfi frá upphafi verkefna er hins vegar fagnað.

3. Kjaramál.

Farið yfir stöðu kjaramála og kynningu þeirra fyrir félagsráðsfundinn.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:45.

Aðalbjörg J. Finnbogadóttir

Samþykkt.


Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála